22.05.1942
Neðri deild: 64. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 771 í B-deild Alþingistíðinda. (2280)

125. mál, verðlagsuppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins

Einar Olgeirsson:

Herra forseti ! Ég ætla bara að taka það fram, að brtt., sem ég tók aftur við 2. umr., mun nú verða til atkvgr. við þessa 3. umr. Ég hygg, að ég þurfi ekki að mæla neitt fyrir henni nú. Þó að hv. fjhn. flytji þessa brtt., sem nú er fram komin hér á fundinum, sem bætir nokkuð úr, þá nær hún skammt, og ég vil, að þingið geri betur. Vildi ég því mælast til þess, að brtt. okkar hv. 4. landsk. verði samþ.