24.05.1942
Efri deild: 66. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (2359)

136. mál, tollskrá o.fl.

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Eins og hv. þdm. er kunnugt, þá er í tollskrárl., sem nú eru í gildi, í ákvæðum um stundarsakir heimild fyrir ríkisstj. til þess að innheimta ekki tolla af þeim hluta farmgjalda, sem er hækkun vegna stríðsástandsins, þ.e.a.s. að innheimta eingöngu toll af farmgjöldum með eðlilegri fragt. Nú bar ég fram brtt. við 2. umr. um, að enginn verðtollur skyldi innheimtur af fragt og vátryggingargjöldum, en hún féll með jöfnum atkv. Einn hv. þm., 1. þm. Eyf., sem greiddi atkv. á móti till., gerði þá grein fyrir atkv. sínu, að hann vildi, að þessi heimild tollskrárl. væri notuð, en honum virtist þessi till. ganga of langt. Mér virðist því liggja ljóst fyrir, að ef borin er fram skrifi. brtt. í þá átt, að í staðinn fyrir að heimila þetta í l., skyldi það vera ákveðið, þá mundi hún hafa verið samþ. Nú mundi slíkt eingöngu hafa orðið til að tefja málið, og vil ég því leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. atvmrh., hvort hann muni ekki sjá sér fært f.h. stj. að lofa d. því, að þessi heimild verði notuð, því að ef hann sér sér það fært, tel ég óþarft að bera fram brtt. við þetta ákvæði.