21.04.1942
Neðri deild: 39. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (2524)

Afgreiðsla mála úr nefndum

*Haraldur Guðmundsson:

Ég vil aðeins segja að það er fullkomlega ósæmilegt og ósatt hjá hv. form. fjhn., að ég ræki störf mín þar verr en hver annar, a.m.k. geri ég það miklu betur en hann. Það eru tveir fundir, sem ég hef ekki getað mætt á , og í bæði skiptin hef ég tilkynnt það. Hitt er annað mál, að það kemur stundum fyrir, að aðrir fundir kalla að á sama tíma og honum dettur í hug að halda nefndarfund. Ég veit ekki betur en að þessi hv. þm. dragi sig burt úr bænum um hverja helgi, og er þá stundum 2–3 daga. í burtu, en einmitt um helgar er oft helzt tími til nefndarstarfa. Mér dettur ekki í hug að láta þennan hv. þm. komast upp með að bera sakir á mig. Ég hef þrásinnis óskað eftir, að þetta mál væri tekið fyrir í n., en hann hefur þá aðeins verið með vífilengjur.