29.04.1942
Neðri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í B-deild Alþingistíðinda. (431)

2. mál, dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég hef ekki ástæðu til að halda hér langa ræðu út af því, sem hv. þm. Seyðf. sagði, en vil þó minnast á það örfáum orðum. Sum atriðin hefur hæstv. fjmrh. tekið til meðferðar, og þarf ég ekki að ræða um þau.

Hv. þm. Seyðf., sem hefur talsverðan áhuga fyrir því að gera lítið úr þeirri skattalöggjöf, sem hér er í þann veginn að verða afgr. út úr þinginu, sérstaklega fyrir það, að hún heimili félögum að halda eftir af tekjum sínum óeðlilega háum fjárhæðum í sjóðum sínum. Ég vil í þessu sambandi minna þennan hv. þm. á það að hér starfaði milliþn. í skattamálum þó nokkuð framan af ófriðartímanum og fyrir ófriðinn, og í þeirri n. hafði Alþfl. sérstakan fulltrúa. Sá fulltrúi lagði fram till., sem mikið veður var gert út af í Alþýðublaðinu, um það, eins og þar stóð, að mynda þyrfti öfluga nýbyggingarsjóði hjá útgerðarfélögum landsins til þess að standa undir endurnýjun togaraflotans, sem lengi hefði verið áhugamál flokksins. Þessar tillögur voru þannig úr garði gerðar, að félögin áttu að greiða samtals í tekjuskatt, útsvar og stríðsgróðaskatt 25% af þeim tekjum, sem þau legðu til nýbyggingarsjóða. Ekki 63%–64%, eins og þau eiga að greiða samkvæmt þeim frv., sem fyrir liggja nú, heldur 25%. Hér við bætist svo það, að þessi 25%, sem þau áttu að greiða af þessu fé, voru ekki miðuð við skattskyldar tekjur, áður en skattur og útsvar er dregið frá, og það munar á stríðsgróðanum upp undir helmingi, þannig að það átti, eftir till. Alþfl., að vera 13%, en ekki 64%, sem félögin áttu að greiða í skatt af því fé, sem til nýbyggingarsjóðanna færi.

Hv. þm. minntist á það einnig hér, að það væri óhæfa að binda hendur niðurjöfnunarnefnda svo sem gert væri með frv., sem nú liggja fyrir þinginu um skattamál, ef samþ. verða. Hann veit þó, hv. þm., að löggjöf sú er miðuð við það, að bæjar- og sveitarfélög fái verulegan hluta af stríðsgróðaskattinum, sem þá raunverulega er útsvar til bæjar- og sveitarfélaganna, enda þótt það sé innheimt sem stríðsgróðaskattur. En miðað við það hefðu stórgróðafyrirtækin svo að segja engin útsvör greitt, ef till. Alþfl., og þar með þessa hv. þm., hefði náð að verða samþ., vegna þess að tekjuþörf sumra kauptúna og hreppa er svo lítil miðað við stríðsgróða ýmissa fyrirtækja, sem þá sum eiga heimilisfang í smærri sveitar félögum. Ég vil rifja þetta upp fyrir þessum hv. þm., að í þeim till., sem útbýtt var á sinni tíð frá fulltrúa Alþfl. í milliþn. í skattamálum, þar var gert ráð fyrir því, að útsvör og skattar til samans mættu ekki fara yfir 90% af tekjunum, þegar skattur og útsvar fyrra árs hafði verið dregið frá þeim. Það ákvæði hefði reyndar, ef ekki hefði verið breytt um aðferð við skattálagningu, þýtt það, að ekki hefði mátt leggja nema 45% samtals á þessar hátekjur í útsvar og skatt til samans. Svona langt í því að hlífa stríðsgróðanum og í því að binda hendur niðurjöfnunarnefnda hefur enginn viljað ganga nema þessi hv. fulltrúi Alþfl. í milliþn. Nú veit Alþfl. allur og þá hv. þm. Seyðf., að meginbreyt., sem í frv. um skattalagabreyt. felst, er sú, að það á að hætta að draga frá tekjunum skatt og útsvar fyrra árs, áður en ákvarðaðar eru skattskyldar tekjur, sem munar um það bil helmingi á skattinum í sumum tilfellum, því að 100% skattstigi eftir gamla fyrirkomulaginu tæki helming teknanna í skatt að meðaltali á ári í mörgum tilfellum, þ.e.a.s. þegar jafnar tekjur eru um nokkurra ára bil, en nú mundi 100% skattstigi taka allar tekjurnar eftir þeirri breyt. að hætta að draga frá skatt og útsvar fyrra árs við ákvörðun skattskyldra tekna. Þetta er undirstöðuatriðið fyrir því, að hægt er að skattleggja stríðsgróðaam. Nú skulum við segja, að þeir, sem hefðu viljað hafa forgang um að skattleggja stríðsgróðann, hefðu barizt fyrir þessu atriði, að skattal. yrði þannig breytt. En um það hefur aldrei komið nein uppástunga af hálfu Alþfl. Það er Framsfl., sem í byrjun styrjaldarinnar kom fram með þessa till., því að það þýddi ekkert að leika sér að háum skattstigum, ef þessu atriði var ekki breytt. Og um það atriði sagði hv. þm. Seyðf. hér í þessari hv. d., að hann þyrfti að fá frest til þess að gera sér grein fyrir, hvort hann væri með þessari breyt. M.ö.o., á þremur stríðsgróðaárum hafði þessi hv. þm. ekki komizt lengra en það, að hann hafði ekki gert það upp við sig hreinlega, hvort ham fylgdi þessu grundvallaratriði eða ekki. En þegar þessi hv. þm. sá, hvaða þýðingu þetta hafði, skarst hann ekki úr leik um þetta atriði. En forustan hefur um þetta ekki komið úr flokki hans.

Þá sagði hv. þm. Seyðf., að fyrirtækin þyrftu að leggja í sjóði, og ég man ekki til, að aðrir flokkar hafi lagt á það meiri áherzlu en Alþfl. En ég vil aðeins benda á það hér um það fyrirtæki, sem hv. þm. Seyðf. reiknaði út, að ef það græddi 6 millj. kr., þá ætti það eftir í sjóðum 2 millj. og 400 þús. kr., að ef það fyrirtæki hefði verið skattlagt eftir þeim reglum, sem fulltrúi Alþfl. í milliþn. í skattamálum lagði hér fram fyrstur manna, þá hefði það ekki átt eftir 2,4 millj., heldur 41/2 millj. kr., og á tveimur eða þremur árum hefði getað farið svo, eftir þeirri neglu, að það væri skattlaust, ef ekki væri hætt að draga frá skatt og útsvar, áður en ákveðnar eru skattskyldar tekjur, sem nú á að hætta að draga frá.

Það er hins vegar skiljanlegt, að hv. þm. Seyðf. vill gera sem allra mestan mun á till. sínum og annarra, ekki sízt þegar þess er gætt, að sá munur á að vera aðalástæðan fyrir því, að Alþfl. hefur ekki viljað koma nálægt lausn skattamálsins — og ekki aðeins það, að hv. þm. hafi viljað gera sem mest úr þessum mun, heldur hefur hann borið hinum flokkunum á brýn allar verstu illgerðir í sambandi við það mal, sem hægt er að finna orð yfir.

Hv. þm. Seyðf. komst svo að orði, að verðbólgan væri. hættulegust fyr ir verkalýðinn. En þá. er aðeins eftir að gera sér grein fyrir, hvort hægt sé að stöðva verðbólguna án þess að taka á kaupgjaldinu. Hann fór mjög létt yfir það atriði og það af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hægt að hafa úrslitaáhrif á verðlagið í landinu án þess að skipta sér af kaupgjaldinu. Hann veit það, hv. þm., að kaupgjaldið er einn stærsti liðurinn í allri verðmyndun í landinu yfirleitt, og er það ekki síður um verðmyndun landbúnaðarafurða heldur en annarra. Enda veit ég ekki til þess, að menn hafi nokkurs staðar lagt út í það að halda þeirri fjarstæðu fram annars staðar en hér, að kaupgjaldið hefði ekki áhrif á verðmyndun í löndum, — það hefur ekki frétzt af því.

Hv. þm. Seyðf. kom nú að því hugðarefni í sambandi við þetta mál, þegar hann minntist á landbúnaðarafurðirnar. Hann hefur kosið sér það hlutskipti, a.m.k. eitt undanfarið ár, að benda á þá stórkostlegu hættu, sem þjóðimi sé búin af hinum mikla stríðsgróða bændanna, sem skapaður hafi verið í skjóli dýrtíðarráðstafananna. Og eitt meginatriðið í ræðu þessa hv. þm. áðan var einmitt þetta, að það hefði ekkert verið hægt að gera í dýrtíðarmálunum, vegna þess að Framsfl. hefði, til þess að afla sér kosningafylgis og án nokkurra raka, hækkað verðlagið á landbúnaðarafurðum. Mér skildist þetta eiga að vera ástæðan fyrir því, að Alþfl. hefði ekki getað tekið þátt í ríkisstjórninni. Nú veit hv. þm. þó vel; að verð á landbúnaðarafurðum er ekki hærra en það, að það liggur við, að sveitirnar tæmist algerlega að fólki við það, að fólkið sækir í þá vinnu, sem borguð er með því kaupi, sem virðist svo sem hv. þm. telji of lágt. Ekki bendir það í þá átt, að óeðlilegur stríðsgróði skapist í sveitunum með verðlagningu á landbúnaðarafurðum eða að það sé hærra en nauðsyn krefur, til þess að sú atvinnugrein geti komizt eitthvað í áttina til þess að halda til jafns við annan atvinnurekstur og að framleiðslan leggist ekki niður. Fram hjá þessu atriði gengur hv. þm. Seyðf. algerlega, og yfirleitt finnst mér hann vilja slita úr samhengi skyld málsatriði, ef hann heldur, að það verði til rökstuðnings málstað sínum eða til að telja mönnum trú um eitthvað. — Mér heyrist hv. þm. vera með einhverjar afsakanir. Og hv. þm. flytur allar sínar ræður sem afsökunarræður og í afsökunartón, og að því leyti eru þær fluttar í réttum anda.

Hv. þm. Seyðf. sagði, að ég hefði svikizt um að framkvæma það, sem mér hafi verið falið í þessu máli, í sambandi við landbúnaðarafurðir. Ég hef nú svarað því. Einnig, að ég hefði ekki gert það sem mér var falið í sambandi við verðlagseftirlit á erlendum vörum. Ég vil segja honum, að þeir þættir dýrtíðarráðstafananna, sem hægast er að ráða við að framkvæma og hefur þar af leiðandi tekizt allvel að framkvæma, er eftirlitið með húsaleigunni og verðlagseftirlitið með erlendum vörum. Þessi hv. þm. minntist á það hér, sem ég þarf ekki að endurtaka svar mitt um, að það væri ákaflega auðvelt að færa fram sannanir fyrir því, að þessu eftirliti hefði ekki verið hagað svo röggsamlega sem skyldi, og benti hann á K.E.A. í því sambandi. Ég er sannfærður um, að allir, sem hlustuðu á ræðu hans, að því er snertir K.E.A., ef — þeir hefðu verið spurðir um það, hvaða skilning þeir legðu í orð hv. þm., þá álitu þeir, að það hefði legið í orðunum, að K.E.A. hefði ekki aðeins haft 10% hagnað af vöruumsetningu, heldur hefði það auk þess lagt í sjóði félagsins álitlegar fúlgur. K.E.A. seldi í búðum sínum vörur á s.l. ári fyrir rúml. 7 millj. kr., en tekjuafgangur var ð um 320 þús. kr. Útborgaður arður nam 4—5% af vöruumsetningunni. Og ef maður lítur á KRON, sem hefur alhliða verzlun, þá verður það sama uppi á teningnum hjá því. Það greiðir rúml. 5% af umsetningunni í ágóða, og er það eitthvert stærsta verzlunarfyrirtæki í landinu og hefur góða aðstöðu til lágs dreifingarkostnaðar. Ekki bendir þetta í þá átt, að dýrtíðin í landinu sé af því að einhverju leyti, að verzlunarálagningin sé of há hjá þessu fyrirtæki. Náttúrlega dettur engum í hug, að þessi fyrirtæki séu rekin á þessum tímum ágóðalaus. En þó að þessi fyrirtæki hefðu haft 21/2%–31/2% hagnað af verzluninni eða eitthvað þess háttar, þá býst ég varla við, að bað hefði verið hægt að merkja áhrifin af því á verðlagið í landinu miðað við þann ágóða, sem þau hafa haft. Samt sem áður hefur verið lagt í að pína niður álagningu á einstakar nauðsynjar. Og ég veit ekki annað um þetta en það, að þeir, sem standa að rekstri kaupfélaga, telja, að það sé fullboðið með því, og vísa um það til afkomu síðasta árs. Ég ætla ekki að halda fram, að það væri hægt að komast eins langt í öllum greinum um að pína niður verð á vörum eins og gert hefur verið um sumar vörutegundir, því að þá væri mikið sagt, ef slíku væri haldið fram. Og þó að ekki hafi verið farið eins langt í takmörkun álagningar í öllum greinum eins og gert hefur verið í sambandi við sumar vörutegundir, þá held ég því fram, að það hafi þó mikið gagn orðið að verðlagseftirlitinu, og að það sé ekki hægt að nota það sem ástæðu eða afsökun fyrir því að skerast úr leik um framkvæmd dýrtíðarmálanna, hvernig framkvæmdin í þeim efnum hefur verið á þessu ári.

Með þessu ætla ég, að svarað sé þeim atriðum í ræðu hv. þm. Seyðf., er ég sé ástæðu til að minnast á. Nærri allt hitt, sem fram kom í ræðunni, hefur komið fram áður og verið rætt frá báðum hliðum til hlítar.