27.08.1942
Efri deild: 16. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

29. mál, hafnarlög fyrir Grundarfjörð

Atvmrh. (Magnús Jónsson) :

Ég vil aðeins skýra frá því, að breyt. sú, er gerð hefur verið á frv. í Nd., er þannig, að ekki ætti að valda ágreiningi í þessari hv. d. Breyt. er þannig, að við 10. gr., á eftir e-lið í 2. tölul., kemur nýr stafl., svo hljóðandi: „f. Allt að 1% af andvirði afla þeirra skipa og báta, sem heimili eiga í kauptúninu og leggja þar afla á land eða hafa þar uppsátur.“ — Ég vil vekja athygli á því, að þessi heimild nær ekki til aðkomubáta, heldur er hér aðeins um heimild að ræða til að auka tekjur hafnarinnar, ef menn sjá ástæðu til þess og vilja leggja það á sig. Slík heimild sem þessi er einnig fyrir hendi í nýrri hafnarl., og vænti ég þess, að hv. d. fallist á frv. eins og það er nú.