25.08.1942
Efri deild: 14. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í B-deild Alþingistíðinda. (295)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Bernharð Stefánsson:

Ég vildi spyrja, hvaða ástæður valda því, að stjórnarskrármálið er tekið nú af dagskrá. Í blöðum stjórnarflokkanna hafa dag eftir dag verið brigzlyrði til Framsfl. um, að hann tefji fyrir afgreiðslu þessa máls. Ég vildi, að það kæmi að minnsta kosti fram í yfirlýsingu frá forsetastóli, að það er ekki sök framsóknarmanna, að málið er tekið af dagskrá í dag.