04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í B-deild Alþingistíðinda. (377)

119. mál, verðlag

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. þm. Ísaf. og tilkynningu hæstv. ríkisstj. Út af verðhækkunarbanninu vildi ég, sem átt hef sæti í dómnefnd í verðlagsmálum, gefa nokkrar upplýsingar um afstöðu dómn. í þessu máli. Ég hef því miður ekki við hendina fundabók dómn., en mun, ef ástæða þykir til, gefa skýrslu eftir þeirri bók við 3. umr. málsins.

Ekki aðeins vegna þessarar fyrirspurnar, heldur líka vegna hins, að yfirlýsing hæstv, ríkisstj. um þetta mál hefur gefið tilefni til nokkurs misskilnings um afstöðu dómn., vil ég taka fram, að síðan 18. des. 1942 og fram til þess tíma, er dómnefndin hætti störfum, hefur hún ekki leyft verðhækkun á einni einustu vöru í landinu, enda hafði hún enga heimild til þess.