12.04.1943
Neðri deild: 99. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 602 í B-deild Alþingistíðinda. (875)

176. mál, samflot íslenzkra skipa

Forseti (JJós):

Með því að enginn kveður sér hljóðs, er umr. lokið. — Áður en gengið verður til atkv., vil ég geta þess, að við 2. umr. þessa máls leyfði ég mér að líta svo á, að brtt. á þskj. 731, um það, að fyrirsögn frv. væri færð í betri stíl, gæti skoðazt samþ., án þess að sú breyt. ylli því, að senda þyrfti frv. aftur til hv. Ed., og hv. þdm. höfðu ekkert á móti því. En ég hef síðan fengið ábendingu um, að það gæti komið fyrir, að þeir, sem l. taka til, gætu hengt hattinn sinn á það, ef málið fengi slíka afgreiðslu frá þinginu, að þessi breyt. næði ekki samþykki Ed. aftur. Og með því að skylt er að hafa ávallt það, er sannara reynist, mun ég bera frv. nú upp með þeirri breyt., sem orðin er á fyrirsögn þess, sem er sú, að orðinu „samsiglingu“ hefur verið breytt í „samflot“, — og að frv. samþ. endursenda það forseta efri deildar.