14.10.1943
Efri deild: 34. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 534 í C-deild Alþingistíðinda. (2933)

3. mál, eignaraukaskattur

Forseti (StgrA):

Í tilefni af þessum ummælum hv. 3. landsk. þm. vil ég taka það fram, að skýringin á því, að málið hefur ekki verið tekið á dagskrá aftur, er sú, að mþn., sem starfað hefur í skattamálum, er nú um það bil að ljúka störfum og væri æskilegt, að álit hennar kæmi fram, áður en málið yrði tekið á dagskrá. En eftir þessa ósk mun ég reyna að taka málið á dagskrá svo fljótt sem unnt er.