22.11.1943
Efri deild: 53. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

35. mál, dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Í tilefni af orðum hv. frsm. vildi ég spyrja, hvort allshn. liti svo á, ef frv. verður samþ., að núv. lögreglustjóri hafi rétt til fullra launa til 65 ára aldursmarks. Það hefur áhrif á mitt atkv., hvort svo er, því að það er nokkurt fjárhagsatriði fyrir ríkissjóð á að gizka næstu 30 árin. Eða er þessi embættismaður skyldur að taka við öðru embætti með jafnháum launum? (LJóh: Það leiðir af stjórnarskránni). Þó að svo sé, gæti kannske orðið úr því hæstaréttarmál, hvort honum væri sýndur nægur sómi í því sambandi, eins og n. vill leggja kapp á. Það er upplýst, að hann hefur ekki, er hann var skipaður, fullnægt neinu þeirra skilyrða, sem hér er tilskilið, að lögreglustjóri verði að fullnægja. Þegar þessi lög eiga að bæta úr því glappaskoti, er talað um, að sýna þurfi sérstakan sóma.