15.06.1944
Efri deild: 34. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1555)

81. mál, hegningarlög

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. — Það var ætlunin, að hv. 6. þm. Reykv. hefði framsögu í þessu máli, en þar sem hann er fjarverandi vegna aðkallandi anna, fylgi ég frv. úr hlaði.

Frv. er samið af dómsmrh. og flutt á þessu þ. í samráði við hann. Um ástæðu fyrir frv. vil ég vísa til grg., en ástæðan til þess, að því er ætlað að ganga í gegnum þ. nú, er sú, að það stendur í sambandi við náðanir, sem ætlað er, að fari fram nú, þegar stofna á lýðveldið. Ég tel ekki ástæðu til, að frv. fari til n., þar sem það er flutt af nefnd.