08.03.1944
Neðri deild: 28. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í B-deild Alþingistíðinda. (185)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Jakob Möller:

Áður en ég vík að þeirri brtt., sem ég flyt hér, skal ég aðeins víkja að afstöðu minni til málsins hér í 1Vd. áður.

Þá lýsti ég yfir því, að ég væri á sama máli og hv. 4. þm. Reykv., að mér fyndust ákvæði 26. gr. óheppileg. Ég hafði þá ekki séð brtt. hæstv. forsrh. Ástæðan fyrir því, að mér fannst 26. gr. (og finnst hún nú) varhugaverð, var sú, að mér finnst fráleitt, að l., sem ekki er afgert um, hvort verði til frambúðar, fái þegar gildi og síðar tekin ákvörðun um, hvort þau skuli l. í landi eða ekki. Mig furðar, að hv. stjskrn. skuli vera með aðra eins hortitti í lagastíl og hér um ræðir. Nú ber hv. stjskrn. því við, að sama gildi um brbl., sem sett eru af ríkisstj. Það getur svo farið, að slík l. verði felld, og hefur komið fyrir. En á því er sá stóri munur, að þau eru í raun og veru sett af ríkisstj. í umboði Alþ. og mundu vera í umboði forseta. Þess vegna er það misskilningur eða vangá hjá hv. þm. A.-Húnv., að þ. væri sett neðar en stj., því að stj. getur ekki sett brbl. nema með staðfestingu forseta, svo að það er langt frá því, að þ. sé sett neðar en stj. Hvort tveggja er háð staðfestingu yfirvaldsins.

Þetta var ástæðan fyrir því, að ég vildi breyt.. á 26. gr. stjórnskipunarl., að mér fannst till. stjskrn. óhæf í grundvallarl. Ég vil vekja athygli á því, að með þessu móti geta komið í gildi l. gagnvart hluta þjóðarinnar, en geta svo fallið úr gildi. og aldrei komið til framkvæmda gagnvart allri þjóðinni. Eins og allir vita, verða l. ekki ævinlega gild samtímis gagnvart öllum, er þau eru sett. Þau verða gild, þegar að því kemur, að einstaklingar þjóðfélagsins reka sig á þau. Þetta gæti skapað magnaðan órétt. En brbl., sem sett eru af stj., eru miklu öruggari að standast þá raun — og ganga í gegnum þ. — en l., sem þ. setur, kannske með litlum meiri hl., og síðan eru lögð fyrir þjóðina. Ríkisstj. setur ekki brbl. um mikilsvarðandi efni, nema hún viti, að hún hafi þjóðarviljann að baki sér, og í flestum tilfeilum mun ríkisstj. koma sér saman um málið við leiðtoga þingflokkanna. Um þau brbl., sem sett eru af ríkisstj., gildir því allt annað en l., sem eru e.t.v. sett af minni hl. þings.

Ég get látið þetta nægja um fyrstu afstöðu mína gagnvart 26. gr. En svo, þegar komið var kapp í málið, þá fór ég að athuga, hvað við því yrði gert. Það, sem nú er um deilt, er ekki það, hvað ákvæðin séu óhentug, heldur um valdsvið forseta. Þá minntist ég þess, að við ætluðum að komast hjá öllum deilum um slíkt og þóttumst tryggja það með stjskrl. 16. des. 1942. Við þóttumst tryggja, að við færum ekki í hár saman út af einstökum atriðum, með því að ákveða, að óheimilt væri að gera nokkrar breyt. á stjskr. aðrar en þær, sem beinlínis leiddi af því, að konungsvaldið væri tekið inn í landið. Það er óheimilt að gera aðrar breyt. en þær, sem beinlínis leiðir af því, að konungsvaldið er flutt inn í landið. Með þessu héldum við, að við værum búnir að tryggja, að ekki yrðu háðar deilur um einstök atriði stjskr. á þessu stigi. Og hvað þýðir það? Það þýðir, að við verðum að gera okkur grein fyrir, hvað er óhjákvæmilegt.

Nú er þetta eina atriðið, sem komið hefur fram, og það er komið í slíkan háska, að önnur d. samþ. ofan í hina, í annarri með miklum meiri hl., en í hinni með eins atkv. mun. Þessi breyt. hefur sem sagt 20 atkv. gegn 27 á þingi.

Þá vil ég vekja athygli manna á því, hvort með hliðsjón af l. frá 16. des. 1942 sé tryggt, að við séum á alveg öruggum lagagrundveili, ef við gerum þá breyt. á 26. gr., sem hér um ræðir. En ef við gerum engar breyt. og ætlum forseta sama vald og konungur hefur nú, þá er enginn vafi á, að það stenzt. En ef við breytum því, er vafasamt, að við stöndum á öruggum lagagrundvelli, og væri óheppilegt að byrja lýðveldið þannig.

Ég hef lagt fram brtt. á þskj. 176, þar sem ég fer þess á leit, að tveir síðustu málsl. gr. falli niður og gr. verði aðeins um það, að til þess að lagafrv. fái gildi, þurfi það staðfestingu forseta. Þar af leiðir, að l. falla niður, ef hún er ekki veitt.

Ég gæti fellt mig við brtt. hv. þm. A.-Húnv. og hv. þm. Vestm., ef ég teldi, að sú breyt. væri heimil. En af fyrirkomulagsástæðum — að minni till. fallinni — mundi ég greiða atkv. með henni, af því að ég tel hana betri en hina.