28.02.1945
Efri deild: 138. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í C-deild Alþingistíðinda. (2471)

198. mál, samkeppni um hugmyndir að mannvirkjum

Forseti (StgrA):

Ég vil í tilefni af þessum ummælum segja, að tilgangur minn með því að takmarka ræðutíma er aðeins sá, að störf geti haldið áfram og þinginu geti orðið lokið með eðlilegum hætti. Og ég tel, að þessi umr. hafi staðið svo lengi, að full ástæða sé til að stytta hana, og ég tel mig sem forseta hafa skýlausan rétt til þess að takmarka ræðutíma á þann hátt, sem ég hef gert, og mun halda mig við það. Hins vegar, þó að ræður fari eina eða tvær mínútur fram yfir, mun ég ekki fást um það.