05.02.1945
Neðri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í C-deild Alþingistíðinda. (2801)

244. mál, vernd barna og ungmenna

Sigurður Thoroddsen:

Herra forseti. — Það er sjálfsagt að verða við þeim tilmælum að fresta umr. Ég er sammála hæstv. dómsmrh. um það, að ef þetta væri svo, að barnaverndarnm. gætu komið á heimili án samþ. n. í heild og haft þar yfirheyrslu, þá væri það óviðunandi. En mér virðist það felast í gr., að það sé tilskilið, að samþykki n. eigi að vera fyrir hendi fyrir slíkar yfirheyrslur. Það stendur í frvgr.:

„Barnaverndarnefnd eða þeim barnaverndarnefndarmönnum, fulltrúa nefndarinnar, starfsmönnum hennar eða öðrum, sem hún kann að fela það sérstaklega, er heimilt að fara á heimili og hæli til rannsóknar á högum barns og ungmennis, taka skýrslur af foreldrum eða forráðamönnum þess og kveðja fyrir sig til yfirheyrslu hvern þann í umdæmi hennar, er um kann að bera. Svo getur hún og krafizt vitnaleiðslu fyrir dómi til skýringar máli.“

Þarna er gert ráð fyrir, að barnaverndarn. veiti samþykki sitt áður. Þess vegna sé ég ekki, að þessi mótbára sé á rökum reist. Hins vegar er ég samþ. að fresta umr. og málið sé tekið af dagskrá til þess að athuga það nánar.