10.10.1944
Efri deild: 56. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í B-deild Alþingistíðinda. (509)

149. mál, ljósmæðralög

Frsm. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. leggur eindregið til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt, vegna þess að eftir athugun málsins hefur n. komizt að þeirri niðurstöðu, að hér sé um óhjákvæmilega nauðsyn að ræða.

Hins vegar er rétt að taka það fram, að þetta er aðeins bráðabirgðaráðstöfun, sem skapazt hefur af knýjandi nauðsyn, eins og tekið er fram í grg. frv.