16.12.1944
Sameinað þing: 77. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í D-deild Alþingistíðinda. (5290)

180. mál, framkvæmd póstmála

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. — Ég skal ekki hafa mörg orð um þetta, því að form. fjvn. hefur í ræðu sinni lýst viðhorfi mínu til málsins. Ég vildi segja nokkur orð vegna ræðu hv. 2. þm. N.-M. Það er að vísu rétt, að þessi upphæð í fjárl. er áætluð til þessa, en hver, sem við framkvæmdum málsins tekur, hlýtur þó að telja sig bundinn, eins og hægt er að binda yfirleitt, við þá upphæð, sem þar er nefnd, og þær framkvæmdir, sem lagt er út í, hljóta að miðast við þessa upphæð, þótt eitthvað kunni að fara fram úr áætlun og verða öðruvísi og dýrara en gert er ráð fyrir í upphafi, þótt heildarlínan sé lögð um þessar framkvæmdir, miðað við þá upphæð, sem á fjárl. er ætluð til þess.