10.02.1944
Sameinað þing: 14. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í D-deild Alþingistíðinda. (5974)

28. mál, afkoma sjávarútvegsins

Lúðvík Jósefsson:

Ég sé, að hv. þm. N-Ísf. reynir eftir megni að spilla fyrir nefndarskipun þeirri, sem lögð er til á þskj. 6. Ég verð að líta svo á. Hann segir starfandi n. um það verkefni. Ég held, að þetta verði greinilegast upplýst með því að lesa upp hið tilgreinda verksvið þeirrar mþn., er nú starfar, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að kjósa fimm manna milliþinganefnd, er endurskoði og geri tillögur um löggjöf, er sjávarútveginn varðar, og athugi, á hvern hátt stuðningi ríkisins við þann atvinnuveg verði heppilegast fyrir komið. Nefndin skal m. a. taka til athugunar félagsmál útvegsmanna, verzlunarmál þeirra, bæði kaup á nauðsynjum til rekstrarins og sölu afurðanna, möguleika til aukinnar vinnslu á afurðum sjávarútvegsins, starfsemi fiskimálanefndar og fiskimálasjóðs, hvernig bezt verði fullnægt lánaþörf útvegsins, og tryggingarmál útgerðarinnar; enn fremur, hvernig heppilegast verði fyrir komið stuðningi við endurnýjun fiskiflotans, byggingu og viðgerð báta og skipa hér á landi og útvegun á vélum til þeirra, ásamt því, hvar mest sé þörf fyrir hafnargerðir og lendingarbætur vegna fiskveiðanna.“

Þetta eru hin sundurgreindu verkefni. Mþn. er ekki ætlað að fjalla um launakjör sjómanna, og kæmi till. fram um það í þessari n., þá er ég hræddur um, að flokksbræður þessa hv. þm. þar tækju því ekki fegins hendi.

Nei, verkefni mþn. eru greinilega bundin við útgerðina sjálfa og falla ekki saman við verkefni þau, sem talað er um í till. minni. Þetta má öllum vera fullljóst, hvaða skekkjur sem hv. þm. N-Ísf. bítur sig í. Ég vænti þess því, að sú n., er fær þessa till. til meðferðar, taki henni vinsamlega og taki ekki tillit til rökvillna þessa hv. þm. og hafi þær að engu.