26.03.1946
Efri deild: 92. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1414 í B-deild Alþingistíðinda. (2479)

144. mál, Austurvegur

Hermann Jónasson:

Þeir, sem fylgdu í vetur, að lagt væri á fjárl. til þessa vegar, svo að hægt væri að hefja framkvæmdir í sambandi við áætlun n., fylgja þessu frv. og lánsheimildinni. Það, sem ég benti hv. 2. þm. Árn. á og hann virðist ekki átta sig á, var það, að ef þetta ætti að koma að gagni, þá yrði yfirlýsing að liggja fyrir. Og við, sem fylgjum málinu af fullri einlægni og viljum, að það komist í framkvæmd, hefðum af því meiri ánægju, ef við sæjum, að gagn leiddi af frv., en ég færði rök fyrir því, að á því eru lítil líkindi vegna yfirlýsingar, sem fyrir liggur.