23.04.1946
Efri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (3038)

205. mál, beitumál

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson) :

Ég tel þessa röksemdafærslu alls ekki tímabæra, hví að eins og vitað er, hefur verið nóg af beitu, enda nægir að vísa til grg. Fiskifélags Íslands um þetta efni.

Þá vil ég benda á, að ef þetta frv. verður samþ., er hætt við, að frystihúsin hætti að hafa til beitu, og lendir þá öll beitutrygging í höndum þessarar n., en það hefur í för með sér, ekki þau útgjöld, sem frv. gerir ráð fyrir fyrir ríkissjóð, heldur mörgum sinnum meiri útgjöld. Þetta vil ég biðja þm. að athuga.