28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í D-deild Alþingistíðinda. (4350)

161. mál, samgöngubætur í Barðastrandarsýslu

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Allshn. hafði þessa till. til meðferðar, og leggur meiri hl. til, að till.samþ. með þeirri breyt., sem tekin er fram á þskj. 596. Snertir sú breyt. það, hvenær sú n., sem hér um ræðir, skuli hafa lokið störfum og skilað áliti um það, á hvern hátt fljótast og hagkvæmast er að koma á akvegasambandi innan Barðastrandarsýslu. Í upphafl. till. er miðað við, að það skuli gert fyrir 1. sept., en meiri hl. leggur til, að tímatakmarkið sé miðað við komandi haust, án þess að tiltaka ákveðinn mánaðardag. Minni hl. n. leggur hins vegar til, að málið sé afgr. með rökst. dagskrá, og greinir um það á þskj. 603. Skal það ekki nánar rakið.