26.04.1946
Neðri deild: 122. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í C-deild Alþingistíðinda. (4966)

33. mál, jarðræktarlög

Frsm. minni hl. (Bjarni Ásgeirsson):

Aðeins athugasemd. Ég vil mótmæla þessari málsmeðferð. Það væri miklu hreinlegra að drepa málið með atkvgr. en að launmyrða það svona. Eftir að þetta mál hefur mánuðum saman legið í nefnd, fyrst í Ed. og síðan hér í d., án þess að því væri nokkuð sinnt, var forsetavaldi beitt til að hindra, að það kæmi til umræðu í deildinni. Er svo var komið, tók minni hl. n. til sinna ráða, afgreiddi málið og skilaði nál. og mælti með samþykkt málsins. Og nú, þegar það er loks komið á dagskrá, er því frestað vegna þess, að ókomið er nál. frá meiri hl. n. Þetta er herfileg meðferð á svo mikilsverðu máli.