28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í D-deild Alþingistíðinda. (5320)

208. mál, björgunarskúta Vestfjarða

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson) :

Ég þarf raunar ekki að lýsa neitt áhuga mínum á þessu máli, en samningur sá, sem fylgir þessari till., vitnar m. a. þar um.

Viðvíkjandi fyrirspurn hv. þm. Barð. vil ég upplýsa það, að á síðastliðnu ári var langt komið með, að samkomulag næðist um þetta mál milli ríkisstj. og björgunarskútunefndar Vestfjarða. Hins vegar kom þá nýtt fram í málinu, og nú er mér kunnugt um, að björgunarskútunefnd er ánægð með að ný athugun fari fram, og fellst á, að ríkisstj. láti þá athugun fara fram.

Ég vænti, að þessar upplýsingar nægi fyrir hv. þm. Barð., þar sem ég geri ráð fyrir, að hann hafi átt við, hvort búið væri að slá nokkru föstu hér um.