04.03.1947
Efri deild: 84. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1387 í B-deild Alþingistíðinda. (1793)

129. mál, lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna

Frsm. (Brynjólfur Bjarnason) :

Herra forseti. Með þessu frv. er farið fram á, að sú breyt. verði gerð á l. nr. 103 frá 30. des. 1943, um lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, að launagreiðendum sé gert að skyldu að halda eftir iðgjaldshluta sjóðfélaga af launum hans og standa lífeyrissjóðnum skil á báðum iðgjaldshlutunum.

Það hefur komið í ljós, að það er nauðsyn á, að þessi skylda sé lögleidd. Reynslan hefur sýnt það, þar sem í nokkrum tilfellum hefur komið fyrir, að launagreiðendur hafa ekki haldið eftir iðgjöldum af launum og ekki heldur staðið í skilum með sinn hluta til sjóðsins.

Heilbr.- og félmn. hefur athugað þetta frv. og leggur einróma til, að það verði samþ. — Svo held ég, að málið sé svo einfalt, að ekki þurfi að hafa um það fleiri orð. Vænti ég þess, að hv. þd. vilji fallast á að samþ. þetta frv.