05.03.1947
Efri deild: 85. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1414 í B-deild Alþingistíðinda. (1896)

67. mál, þingsköp Alþingis

Forseti (ÞÞ) :

Ég vil geta þess út af þeim óskum, sem fram hafa komið í hv. d. um, að ég hefjist handa ásamt öðrum forsetum Alþ. um athugun á að hraða prentun á ræðupörtum Alþingistíðinda meir en gert hefur verið, að ég mun reyna að verða við þeirri ósk. Gera má ráð fyrir því, að þetta hafi meiri kostnað í för með sér en verið hefur, og kemur þá til kasta hæstv. ríkisstj. um fjárframlög í þessu skyni. Einnig kæmi það til athugunar, hvort aðrar aðferðir megi koma til um þessi mál. — Þá óskaði hæstv. utanrrh. úrskurðar míns um það, hvort frv. það, sem hér er til umr., væri í samræmi við ákvæði gildandi stjskr. Hér er um atriði að ræða, sem verður að athugast af nákvæmni, og mun ég taka, mér frest, áður en ég felli minn úrskurð þar um. — Ég mun því fresta umr. um málið og tek það af dagskrá.