03.12.1946
Efri deild: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (42)

19. mál, skemmtanaskattur

Forseti (ÞÞ):

Þetta getur verið að nokkru leyti athugaleysi af mér. En ég var búinn, áður en gengið var til atkv., að gefa orðið laust, og lá það þá opið fyrir að taka til máls og gera grein fyrir brtt. En af því að það var ekki gert, þá skal ég játa, að okkur hefur báðum, hv. flm. og mér, að vissu leyti orðið athugaleysi á í þessu. Og nú, þegar búið er að ganga frá málinu, þá verður það að kosta hvað, sem vill, úr þessu. Það er ekki hægt að taka málið upp til atkvgr. aftur. Ég hefði látið brtt. koma til atkv., hefði ég athugað það eða mér verið bent á það. En úr því að svo er komið, að búið er að lögfesta frv., er það ekki hægt úr þessu.