29.10.1946
Sameinað þing: 5. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (494)

12. mál, fjárlög 1947

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Ég mun hefja mál mitt á því að gefa yfirlit yfir afkomu ársins 1945. Rekstrarreikningur þess árs er fullgerður, og þykir mér hagkvæmast að lesa hann upp í heild. (Sjá töflu 1).

Eins og menn hafa heyrt við lestur yfirlits þessa, urðu heildartekjur ársins 165.845.370.11, en höfðu verið áætlaðar 108.177.378.00 og hafa þannig farið fram úr áætlun um tæplega 57,7 millj. króna. við þetta er þó það að athuga. að skattaaukning sú, er samþykkt var á þinginu 1945, var að litlu leyti tekin upp í fjárhagsáætlun. Veituskattur 3ja fyrstu ársfjórðunga nam tæpl. 8,7 millj. króna (4. ársfj. kemur á árið 1946), og sölugjald á ísfisk nam 2,1 millj. kr. Auk þess nemur hækkun á aukatekjum, stimpilgjaldi o.fl. á að gizka 2 millj. kr. Þegar þessar samtals 12,8 millj. eru dregnar frá, má telja, að tekjur hafi farið fram úr áætlun sem næst 45 millj. kr.

Einstakir tekjuliðir hafa farið fram úr áætlun, svo sem hér segir: (Sjá töflu 2.).

Rekstrargjöld voru í fjárl. áætluð kr. 100.211. 675.00. Við það má þó bæta greiðslum samkvæmt sérstökum lögum, er nema 29.916.429.81, greiðslum samkv. þáltill. 262.742.91 og greiðslum samkvæmt heildarlögum 212.657.51. Sé þessum gjöldum bætt við gjöldin samkv. fjárl.. nema þau samtals 130.603.505.23, en heildarrekstrarútgjöld ársris hafa orðið 143.211.503.66. Gjöldin hafa því farið fram úr áætlun um nálega 12.6 millj. kr.

Af þeim umframgreiðslum munu nálega 2 millj. kr. verða teknar á væntanleg fjáraukalög, og verða þá eftir sem næst 10,6 millj., sem eru umframgreiðslur á áætlunarliðum. Eins og hv. þm. ef til vill rekur minni til, var í fjárl. ársins 1945 tekið í 19. gr. fjárl. vantalin verðlagsuppbót 4 millj. kr. og greiðslur vegna nýrra launalaga 4,5 millj. kr. Stafaði þetta af því, að við samningu fjárlaga fyrir árið 1945 hafði verið reiknað með miklu lægri verðlagsuppbót, en dýrtíðarvísitala sagði til um og launagreiðslur allar höfðu eðlilega verið miðaðar við eldri launaákvæði. Við samningu ríkisreikningsins eru þessi gjöld hins vegar að sjálfsögðu færð á tilsvarandi greinar fjárl., og er því mjög erfitt að gefa yfirlit yfir, hve mikið hver grein raunverulega hefur farið fram úr áætlun. Skýrslur ríkisbókhaldsins verða að sjálfsögðu afhentar hv. fjvn., og geta þeir þm., sem nánar vildu kynna sér þær, fengið aðgang að þeim hjá n.

Fullnaðarskýrsla um eignahreyfingar ársins hefur verið gerð af ríkisbókhaldinu, og þykir mér handhægast að lesa hana upp í heild sinni, þó þannig, að ég tek aðeins niðurstöðutölur, en sleppi einstökum undirliðum. (Sjá töflu 3).

Tafla 1.

Tekjur:

Fjárlög

Reikningur

2.

gr.

Skattar og tollar

77410000.00

120444668.20

3.

-

A

Tekjur af rekstri ríkisstofnana

29935255.00

43249767.83

3.

-

B

Tekjur af fasteignum ríkissjóðs

10193.00

5556.39

4.

-

Tekjur af bönkum og vaxtatekjur

722430.00

842112.78

5.

-

Óvissar tekjur

100000.00

1303264.91

Samtals kr.

108177878.00

165845370.11

Gjöld:

Fjárlög

Reikningur

7.

gr.

Vextir af lánum ríkissjóðs

1575650.00

1424846.64

8.

-

Kostnaður við æðstu stjórn landsins

200000.00

315326.27

9.

-

Alþingiskostnaður og yfirskoðun ríkisreikninga

1214357.00

1430443.71

10.

-

I

Stjórnarráðið

1698982.00

2463451.35

10.

-

II

Hagstofan

244668.00

243350.53

10.

-

III

Utanríkismál

883800.00

1270388.12

11.

-

A

Dómgæzla og lögreglustjórn .

6989008.00

9049967.85

1l.

-

B

Opinbert eftirlit

607810.00

512534.96

11.

-

C

Kostnaður við innheimtu tolla og skatta

2756675.00

3392624.10

11.

-

D

Sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur ...

650000.00

814449.53

12.

-

Til læknaskipunar og heilbrigðismála,

8174535.00

9305611.83

13.

-

A

Vegamál

17823947.00

22886730.27

13.

-

B

Samgöngur á sjó

3572950.00

2768395.99

13.

-

C

Vitamál og hafnargerðir

4551350.00

4720033.52

13.

-

D

Flugmál

700000.00

376839.32

14.

-

A

Kirkjumál

2362218.00

2299678.04

14.

-

B

Kennslumál

14167848.00

18644814.55

15.

-

A

Til opinberra safna, bókaútgáfu og listastarfsemi

1741418.00

2077493.59

15.

-

B

Til ýmissa rannsókna í opinbera þágu

1855150.00

1889094.95

16.

-

A

Landbúnaðarmál

8044898.00

9245292.01

16.

-

B

Sjávarútvegsmál

819150.00

950308.68

i6.

-

C

Iðnaðarmál

924350.00

924486.25

17.

-

Til félagsmála

7580325.00

7628515.56

18.

-

Eftirlaun og styrktarfé

1572586.00

2116567.25

Tillag til lífeyrissjóðs

750000.00

2065381.94

19.

-

1.

Vantalin verðlagsuppbót (færð á viðkomandi fjárlagaliði)

4000000.00

2.

Vegna nýrra launalaga (fært á viðkomandi fjárlagaliði)

4500000.00

3.

Til annarra útgjalda

250000.00

1957006.69

20.

-

Heimildarlög

212657.51

Sérstök lög

29916430.01

Væntanleg fjáraukalög

2046039.79

Þingsályktanir

262742.91

100211675.00

143211503.66

Rekstrarafgangur

7966203.00

22633866.45

Samtals kr.

108177878.00

165845370.11

Tafla 2.

Tekjur umfram fjárlög 1945:

Tekjur urðu samkvæmt reikningi

kr.

165845370.11

En voru áætlaðar

-

108177878.00

Umfram

kr.

57667492.11

2.

gr.

Tekju- og eignarskattur

kr.

5164000.00

Stríðsgróðaskattur

-

967000.00

Veltuskattur frá 3 ársfj. (ekki á fjárl.)

-

8693000.00

Vörumagnstollur

-

3532000.00

Verðtollur

-

20772000.00

Innflutningsgjald af benzíni

-

194000.00

Gjald af innlendum tollvörum

-

996000.00

Bifreiðaskattur

-

410000.00

Aukatekjur

-

365000.00

Stimpilgjald

-

2401000.00

Vitagjald

-

217000.00

Leyfisbréfagjald

kr.

86000.00

Veitingaskattur

-

989000.00

2% af sölu ísfisks (ekki á fjárl.)

-

2104000.00

Aðrir liðir

-

147000.00

kr.

47037000.00

= hækkun eftirst. o. fl.

-

4002000.00

kr.

43035000.00

3.

gr.

A

Áfengisverzlunin

-

12278000.00

Tóbakseinkasalan

-

3584000.00

Ríkisútvarpið og Viðtækjaverzlunin

-

230000.00

Ríkisprentsmiðjan

-

48000.00

Póstmál (lægri tekjuhalli)

-

229000.00

Aðrar stofnanir utan fjárlaga

-

380000.00

kr.

16749000.00

Undir áætlun: Landssíminn

-

3434000.00

-

13315000.00

4.

gr.

Vaxtatekjur

-

120000.00

b.

-

Óvissar tekjur

-

1203000.00

kr.

57673000.00

3.

-

B

Undir áætlun

-

6000.00

Samtals

kr.

57667000.00

Tafla

3.

Fjárlög

Reikningur

Inn:

Sundurl.

Samt.

Sundurl.

Samt.

I.

Fyrningar:

1,

samkv.

3.

gr.

A

330000.00

2.

-

3.

-

B

3649.00

3.

-

9.

-

2170.00

4.

-

10.

-

2046.00

5.

-

11.

-

A

7070.00

6.

-

12.

-

80000.00

7.

-

13.

-

187622.00

8.

-

14.

-

15866.00

9.

-

15.

-

4350.00

10.

-

16.

-

632773.00

37244.50

971305.13

II,

Útdregin verðbréf

1050000.00

1096320.00

III.

Endurgr. fyrirframgreiðslur frá árlnu 1944

10000.00

425000.00

IV.

Endurgr. lán og andvirði seldra eigna

50000.00

1376741.91

V.

Innb. ýmsar innistæður

409586.66

VI.

Yfirtekin lán vegna jarðakaupa

4854.45

VII.

Auknar lausaskuldir

1123518.56

VIII.

Innb. fé til geymslu

4417585.22

Samtals kr.

1742773.00

9824911.93

Fjárlög

Reikningur

Út:

Sundurl.

Samt.

Sundurl.

Samt.

I.

Afborganir lána:

1.

Ríkissjóðslán.

a. Innlend lán

1580426.00

1181605.35

b. Dönsk lán

574552.00

576209.87

c. Ensk lán

189641.00

2344619.00

8282818.23

10040633.45

2.

Lán ríkisstofnana.

a. Landssíminn

200000.00

274878.94

b. Ríkisútvarpið

89100.00

289100.00

89148.86

364027.80

II.

Til

eignaaukningar ríkisstofnana:

1.

Póstur og sími

1500000.00

3374986.63

2.

Ríkisútvarpið og Viðtækjaverzlunin

321950.59

3.

Vegamál

1149052.86

4.

Skipaútgerðin

329699.93

5.

Vitamál

703838.83

6.

Flugmál

1083087.20

7.

Ríkisprentsmiðjar.

161700.55

Fjárlög

Reikningur

Sundurl.

Samt.

Sundurl.

Samt.

8.

Landssmiðjan

265274.76

9.

Áfengisverzlunin

784463.29

10.

Tóbakseinkasalan

570082.34

11.

Grænmetisverzlunin

107031.28

12.

Áburðarsalan

326612.13

13.

Viðskiptaráð

309272.28

14.

Ríkisbúin

143719.20

15.

Ríkisspítalarnir.

554430.83

16.

Aðrar stofnanir

1500000.00

100634.12

10285836.82

III.

Til vitamála:

1.

Til byggingar áhaldahúss

100000.00

655000.00

2.

Til að kaupa nýtt vitaskip

250000.00

95761.65

3.

Til að gera nýja vita

600000.00

950000.00

750000.00

1500761.85

IV.

Til bygginga á jörðum ríkisins og jarðakaupa

100000.00

443689.62

V.

Til byggingar sjómannaskóla

1000000.00

1000000.00

VI.

Til viðbótarhúsnæðis víð ríkisspítala

2000000.00

1131382.49

VII.

Til byggingar þjóðminjasafns

1000000.00

400000.00

VIII.

Til byggingar búnaðarskóla á Suðurlandi

250000.00

75000.000

IX.

Fyrirfr. greitt vegna ársins 1946

10000.00

903000.00

X.

Til byggingar varðskips

500000.00

878370.00

XI.

Til byggingar Arnarhváls

450000.00

XII.

Til byggingar embættismannabúst. utan Rvk.

1249022.84

XIII.

Keypt verðbréf

1515250.00

XIV.

Greiddar lausaskuldir

5220144.19

XV.

Greitt af geymdu fé

866485.38

XVI.

Auknar innistæður og útistandandi kröfur

5590516.58

XVII.

Útlagt fé vegna smíði fiskibáta

2600107.64

Samtals kr.

9943719.00

44514228.46

Tafla 4.

Sjóðsyfirlit 1845:

Inn

Út

Sjóður l.janúar

kr.

16471253.361)

Tekjur samkvæmt rekstraryfirliti

-

165845370.11

Gjöld samkvæmt rekstraryfirliti

-

143211503.66

Eignahreyfingar: Inn

-

9824911.93

Eignahreyfingar: Út

-

44514228.46

Sjóður 31. desember

-

4415803.28

Kr.

192141535.40

192141535.40

1) Í sjóðsyfirliti fyrir árið 1944 var sjóður um áramót talinn 10.471.253.36. Stafar mismunurinn af því, að 6. millj. kr. höfðu verið lagðar á sérstakan reikning og áttu að ganga til skuldagreiðslu í Bretlandi. Voru þær eigi greiddar inn í ríkissjóðinn, þegar gengið var frá yfirliti ársins 1944.

Eins og menn hafa heyrt af lestri skýrslu þessarar, hafa afborganir og uppborganir á föstum lánum numið rúmlega 10.400.000.00 kr., og greiddar lausaskuldir nema rúmlega 5,2 millj. kr. Auk þess hefur verið lagt út vegna smíða fiskibáta 2,6 millj. kr., og eignaaukning ríkisstofnana nemur tæpl. 10,3 millj. kr., og keypt hafa verið verðbréf (Útvegsbanka-hlutabréf) fyrir 1,5 millj. kr. Þessar miklu greiðslur hafa eðlilega þær afleiðingar, að sjóðsreikningur lítur verr út, en ætla mætti eftir hinum hagkvæma rekstrarreikningi. Sjóðsreikningur ársins verður á þessa leið: (Sjá töflu 4).

Ég skal þá næst, að svo miklu leyti sem auðið er, gefa yfirlit yfir afkomu yfirstandandi árs. En að sjálfsögðu verða menn að gæta þess, að þar er aðeins um bráðabirgðatölur að ræða, sem geta breytzt verulega, þegar fullnaðarskýrslur liggja fyrir. Heildartekjur ríkissjóðs í septemberlok námu 118.654.574.00, og er það tæpl. 12 millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Í þessu eru þó taldar 4,3 millj., sem eru eftirstöðvar frá fyrri árum. Þeir tekjuliðir, er sýnilega fara mest fram úr áætlun á þessu ári, eru verðtollur, sem nam tæpl. 38 millj. kr. í septemberlok, en var áætlaður 35 millj. kr. í fjárlögum, stimpilgjald, sem nam 3,3 millj. í septemberlok, var í fjárlögum áætlað 3 millj. kr., og tekjur af ríkisstofnunum, sem í septemberlok námu 37,5 millj. kr., en voru áætlaðar 33,2 millj. kr. í fjárl. Enn fremur er líklegt, að tekju- og eignarskattur fari allmikið fram úr áætlun, og mun ég nánar víkja að því ásamt ýmsum öðrum tekjuliðum í sambandi við fjárhagsáætlun næsta árs.

Heildarútgjöldin í septemberlok námu tæpum 97,4 millj. kr., og er það 10,5 millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Sýnilegt er, að ýmsir gjaldaliðir fara verulega fram úr áætlun, en þar sem ennþá er allt í óvissu, hver heildarútgjöldin muni verða, þykir mér eigi ástæða til að ræða það frekar nú. Fjvn. mun að sjálfsögðu fá bráðabirgðayfirlit yfir tekjur og gjöld, og geta hv, þm. haft aðgang að þeim skjölum, ef þeir óska að kynna sér þau nánar. Ég held, að óhætt sé að gera ráð fyrir, að rekstarafkoma yfirstandandi árs verði sæmilega hagkvæm. Hins vegar má vafalaust gera ráð fyrir. að einhver greiðsluhalli verði á árinu, enda var hann í fjárl. áætlaður rúmlega 18 millj. kr. En þar sem ég mun verða að ræða hina einstöku liði nánar í sambandi við fjárhagsáætlunina 1947, munu það verða óþarfa endurtekningar að fara frekar út í þá í sambandi við afkomu þessa árs.

Skal ég þá næst víkja að fjárhagsáætlun fyrir árið 1947. Eins og ég benti á, þegar fjárlagafrv. fyrir árið 1946 var til fyrstu umr. í fyrra, hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög ört hin síðustu árin. Tekjurnar voru:

1940: 27,3 millj. kr.

1941: 50,4 — —

1942: 86,7 — —

1943: 110,8 — —

1944: 127,4 — —

1945: 165,8 — —

Á yfirstandandi ári er útlit fyrir, að tekjurnar muni verða eigi minni en 175 millj. kr. og hækka þannig um allt að 10 millj. frá síðasta ári, þrátt fyrir það að niður hafi fallið allverulegir skattstofnar (veltuskattur og ísfisksgjald). Það liggur í augum uppi, að þessi mikla tekjuaukning frá ári til árs stafar fyrst og fremst af síaukinni þenslu atvinnuveganna, af háu kaupgjaldi og mjög góðri afkomu landsmanna. Þó hefur sá hnekkir á orðið tvö síðustu árin, að einn stærsti og arðvænlegasti atvinnurekstur landsmanna, síldveiðarnar, hefur brugðizt mjög tilfinnanlega. og liggur í augum uppi. að sá hnekkir kemur og niður á ríkissjóðnum. Hins vegar hefur stórvirkum atvinnutækjum (fiskiskipum. frystihúsum. vélaiðnaði ýmiss konar o.fl.) fjölgað mjög á hinum síðari árum, og leiðir sú aukning til hækkaðra tekna, bæði hjá einstaklingum og hjá ríkissjóðnum. Nú er það hins vegar því miður svo, að í ár er enn þá erfiðara að gera sér grein fyrir, hvað framundan er í atvinnulífi landsmanna, en á undanförnum árum. Ísfisksalan til Bretlands, sem á undanförnum árum hefur gefið landsmönnum meiri tekjur, en nokkur annar atvinnurekstur. virðist að verulegu leyti munu bregðast. Þótt hraðfrystihúsum hafi fjölgað allört á síðari árum, munu þau þó hvergi nærri anna að frysta allan þann fisk. sem veiddur er. Mun þá að meira eða minna leyti verða að hverfa að saltfiskverkun aftur, enda er hún þegar hafin í allstórum stíl. Nú er það hins vegar svo, að ennþá er allt í óvissu um verðlag, bæði á hraðfrystum fiski og saltfiski. En þegar tekið er tillit til þess ástands, sem ennþá ríkir í matvælaframleiðslu heimsins, virðist þó ekki ástæða til sérstakrar svartsýni um sölu þessara afurða landsins. Hins vegar verður þó og að hafa það í huga, að sívaxandi verðbólga og dýrtíð torveldar alla framleiðslustarfsemi landsmanna. Mun það verða höfuðverkefni þessa þings og stjórnar þeirrar, sem væntanlega tekur til starfa einhvern tíma á þinginu, að leysa þau miklu vandamál. Margt bendir til, að það verði eigi lengur umflúið. Hver skynbær maður hlýtur að sjá og viðurkenna, að til þess má aldrei koma, að verðbólgan hefti eðlilega og heilbrigða framleiðslustarfsemi landsmanna, og við samningu fjárhagsáætlunar er að sjálfsögðu út frá því gengið, að framleiðslustarfsemi haldi áfram með eðlilegum hætti, og í raun réttri meira en það. Það er gengið út frá, að hin nýju, stórvirku tæki, sem ætlað er að taki til starfa á næsta ári, auki framleiðsluna til mikilla muna frá því. sem verið hefur. Öll framtíð lands vors er undir því komin, að unnt verði að halda hér uppi þróttmiklu atvinnulífi, að unnt verði að hafa verkefni handa hverjum manni, sem unnið getur. Takist það ekki, munu margar vonir bresta.

Með þessum inngangi skal ég svo víkja nokkuð að hinum einstöku tekjuliðum fjárlagafrv.

Fyrsti tekjuliðurinn er tekju- og eignarskattur, ásamt tekjuskattsauka, en gert er ráð fyrir, að hann verði framlengdur óbreyttur. Í fjárl. yfirstandandi árs voru þessir skattstofnar áætlaðir 29 millj. kr., en samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengizt hafa, munu þeir verða nálægt 36,6 millj. kr. Gera má ráð fyrir einhverjum lækkunum hjá yfirskattanefndum og ríkisskattanefnd, en væntanlega ætti skatturinn á þessu ári þó að nema nál. 36 millj. kr. Afkomu alls almennings á þessu ári mun mega telja mjög góða. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur aldrei verið meiri, og kunnugt er, að fjöldi manns hefur í ár verið tekjuhærri, en nokkru sinni fyrr. Í fjárlagafrv. hafa þessir fyrrnefndu skattar því verið áætlaðir 35 millj. kr., og hygg ég, að þar sé ekki mjög óvarlega farið.

Álagður stríðsgróðaskattur á þessu ári mun nema sem næst 9,7 millj. kr. Hluti ríkissjóðs ætti því að verða 4,85 millj. En með tilliti til þess, að væntanlega þarf ekki að gera ráð fyrir miklum stríðsgróðaskatti frá útgerðinni á næsta ári, þótti eigi fært að áætla hluta ríkissjóðs af stríðsgróðaskatti hærri en 3 millj. kr., og er það sama fjárhæð og í fjárl. yfirstandandi árs.

Vörumagnstollur nam í septemberlok 9,8 millj. kr. og hefur þannig verið tæplega 1.100.000.00 á mánuði. Í fjárlagafrv. er hann áætlaður 12 millj. kr., og mun það naumast geta talizt óvarlega áætlað.

Kemur þá næst verðtollurinn, sem orðinn er langstærsti tekjustofn ríkissjóðs. Eins og ég áður gat um, nam hann í septemberlok tæpum 38 millj. kr. og hefur þannig verið til jafnaðar rúmlega 4,2 millj. kr. á mánuði. Það orkar eigi tvímælis, að verðtollurinn á þessu ári mun losa 50 millj. kr. Að vísu hefur því verið haldið fram af ýmsum, að innflutningur hafi verið óeðlilega mikill á þessu ári, að flutt hafi verið inn ýmiss konar skran, og þar fram eftir götunum. En allt er þetta á misskilningi byggt. Vörubirgðir munu sízt vera óeðlilega miklar hér nú, og strangar innflutningshömlur hafa verið á öllum ónauðsynlegum vörum. Hins vegar má víst með nokkrum rétti segja. að innflutningur hafi orðið nokkru hærri, en ella mundi vegna vörusölu til Danmerkur á öndverðu þessu ári, enda þótt vörur þær væru oss að mestu lítils virði. En fyrir þær vörur hefur að sjálfsögðu komið erlendur gjaldeyrir. Ég tel því eigi miklar líkur til, að innflutningur lækki frá því, sem verið hefur, svo framarlega sem atvinnuvegirnir halda áfram með eðlilegum hætti. Þess ber og að gæta, að vöruverð fer nú yfirleitt hækkandi á heimsmarkaðnum, og leiðir það vitanlega einnig til hækkaðs gjalds. Verðtollurinn er í fjárlagafrv. áætlaður 42 millj. kr., eða sem næst 20% lægri, en hann mun reynast á þessu ári. og ætla ég, að það sé eigi óvarlega farið.

Innflutningsgjald af benzíni og bifreiðaskattur var í septemberlok rúml. 2 millj. kr. Í fjárlagafrv. eru þessir tekjustofnar áætlaðir 3,5 millj. kr., og er hækkunin gerð með tilliti til mikillar bifreiðafjölgunar, svo og ýmiss konar véla, sem brenna benzíni. Þessir tveir tekjustofnar eru í fjárl. yfirstandandi árs áætlaðir 2,2 millj. kr., og má vera, að áætlunarhækkunin sé fullmikil, en varla þó svo, að miklu máli skipti.

Gjald af innlendum tollvörum eru í fjárl. yfirstandandi árs áætlað 1,8 millj. kr., en í septemberlok var innkomið tæpl. 1.2 millj. Er útlit fyrir, að þessi tekjustofn standist ekki að fullu áætlun. Stafar það vafalaust einvörðungu af því, að iðnaðinn hefur skort mjög tilfinnanlega sykur á þessu ári, og má ætla, að svo verði einnig á næsta árl, þar sem sykurskortur er ennþá mikill í heiminum. Í fjárlagafrv. er þessi tekjustofn áætlaður 1,5 millj. kr., eða 300 þús. kr. lægri, en á yfirstandandi ári.

Fasteignaskattur og lestagjald af skipum hefur verið látið haldast óbreytt eins og í fjárl. yfirstandandi árs, fasteignaskatturinn 600.000 kr. og lestagjaldið 100.000 kr.

Aukatekjur eru hækkaðar úr 1,1 millj. í 1,6 millj., en þær voru í septemberlok 1,3 millj. og fara þannig sýnilega talsvert fram úr áætlun. Sama er að segja um stimpilgjald, það hefur verið hækkað úr 3 millj. í 4 millj., en í septemberlok var innborgað stimpilgjald tæpl. 3,3 millj. kr. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að frv. um hækkun þessara gjalda o.fl., sem þegar hafa verið lögð fyrir Alþ., nái fram að ganga.

Vitagjald, leyfisbréfagjöld og erfðafjárskattur hafa verið látin haldast óbreytt, eins og þau eru áætluð í fjárl. þessa árs, enda mun láta mjög nærri, að þau fylgi áætlun. Aftur á móti hefur veitingaskattur verið hækkaður úr 800 þús. kr. í 1 millj. kr., en hann var í septemberlok orðinn tæpl. 1 millj., og má telja líklegt, að hann verði svipaður á næsta ári.

Skattar og tollar eru þannig í fjárlagafrv. áætlaðir samtals 105,2 millj. kr., en voru í fyrra áætlaðir 88,5 millj. Hækkun nemur þannig 20 millj. kr. Má vel vera, að sumir telji þessa áætlun óvarlega, en þegar litið er á reynslu yfirstandandi árs, ætla ég þó, að eigi séu miklar líkur til að áætlunin fái eigi staðizt. að sjálfsögðu þó með því skilyrði, að atvinnurekstur haldi áfram með eðlilegum hætti.

Næst skal þá vikið að ríkisstofnununum. Eins og sjá má í sundurliðuninni í 3. gr. fjárlagafrv., er gert ráð fyrir halla á rekstri póstsjóðs, er nemur 800 þús. kr., og halla á rekstri Landssímans, er nemur 3.300.000.00. Auk þess er tekið upp í 20. gr. eignaaukning Landssímans vegna nýrra símakerfa o.fl. 2.500.000.00 og enn fremur 600 þús. kr. vegna skuldagreiðslu o.fl. Mér virðist með öllu óviðunandi, að þessar stofnanir og þó sérstaklega landssíminn skuli ár eftir ár þurfa að vera þungur baggi á ríkissjóði. Ég vil enn á ný skora á yfirstjórn þessara stofnana að taka málið upp til athugunar og reyna að finna úrræði til þess, að stofnanirnar geti borið sig. Hins vegar hefur eigi þótt fært annað, en að reikna með þessum halla við samningu fjárlagafrv., en ég beini þeim tilmælum til hv. fjvn. að hún taki málið til sérstakrar yfirvegunar og þá að sjálfsögðu í samráði við yfirstjórn stofnananna.

Þær ríkisstofnanir. sem annars skipta verulegu máli í sambandi við fjárhagsáætlunina, eru einkasölurnar. áfengisverzlun og tóbakseinkasala. Nettóhagnaður áfengisverzlunar í septemberlok var rúml. 26.5 millj. kr., og má því gera ráð fyrir, að heildarhagnaðurinn á yfirstandandi ári verði ekki undir 36 millj. kr. og þó líklega nokkru meiri, því að reynsla hefur sýnt, að áfengissalan er yfirleitt mest síðustu mánuði ársins. Í fjárlagafrv. er rekstrarhagnaður áfengisverzlunarinnar hins vegar áætlaður 24 millj. kr., eða sem næst 1,5 millj. hærri, en í fjárl. þessa árs. Það verður að játast, að mjög er erfitt að áætla tekjustofn slíkan sem þennan. Það verður fremur ágizkun, en áætlun. Hin mikla sala á áfengi byggist fyrst og fremst á því, hve mikil peningaráð allur almenningur hefur. Ef tekjur almennings rýrnuðu, mundi áfengissalan vafalaust minnka. Og þar sem allt er í óvissu um, hver fjárhagsgeta manna verður á næsta ári, þótti eigi varlegt að miða áætlunina við reynslu þessa árs. En ólíklegt þykir, að salan minnki svo á einu ári, að áætlunin fái eigi staðizt.

Í þessu sambandi mætti ef til vill á það minnast, að því hefur þráfaldlega verið hreyft á síðari árum, að áfengið sé selt of háu verði og tekjur ríkissjóðs af áfengissölu séu óeðlilega miklar. Nú er það út af fyrir sig vafasamt, hvort tekjur ríkissjóðs lækkuðu nokkuð við það, þótt verð á áfengi væri eitthvað lækkað. Það mundi án efa leiða til aukinnar sölu, og mundi verðlækkunum að meira eða minna leyti vinnast upp á þann hátt. Hitt er svo illsamrýmanlegt að krefjast lækkunar á áfengisverði og kvarta jafnframt um of mikla áfengisneyzlu í landinu. Ég hygg því, að kvartanirnar yrðu eigi síður háværar, ef horfið væri að því ráði að lækka áfengisverðið, enda er sannleikurinn sá, að áfengið er hlutfallslega eigi selt hærra verði, en fjölmargar aðrar vörur, og beri maður áfengisverðið t.d. saman við kaupgjaldið, eru menn sízt verr settir nú en í þá góðu, gömlu daga, þegar brennivínsflaskan kostaði ekki nema 1.50 kr.

Hagnaður af tóbakseinkasölu er í fjárlögum yfirstandandi árs áætlaður um 9 millj. kr., en í fjárlagafrv. 8.560.000 kr. Í septemberlok var hagnaður á einkasölunni orðinn tæpar 11 millj. kr. og mun því væntanlega á árinu verða 14–15 millj. kr. Lækkunin er því allmikil frá reynslu yfirstandandi árs. En af sömu ástæðum eins og með áfengisverzlunina þótti ekki varlegt að byggja á reynslu þessa árs, enda er almennt talið, að allmikið af tóbaki hafi verið flutt út úr landinu á þessu ári, sumpart löglega og sumpart ólöglega. Hins vegar hygg ég þó, að áætlunin megi teljast fremur varleg, og er mjög ólíklegt, að sá samdráttur verði í tóbakssölunni á einu ári, að hún fái ekki staðizt. Að sjálfsögðu mun fjvn. taka til rækilegrar yfirvegunar, hvort eigi mundi fært að hækka þessa tekjuliði eitthvað. Aðrar ríkisstofnanir en þær, sem ég nú hef nefnt, skipta eigi verulegu máli fyrir fjárhagsafkomu ríkissjóðs, og mun ég því eigi gera þær að sérstöku umræðuefni.

Eins og sjá má í rekstraryfirlitinu í 21. grein, eru heildartekjur ársins 1947 áætlaðar 136.284.679.00 kr., eða næstum 30 millj. kr. minni, en þær reyndust á árinu 1945 og nál. 40 millj. kr. minni, en líklegt er, að þær reynist á þessu ári. Vel má vera að einhverjir telji að hér sé um óþarflega mikla varfærni að ræða og að engar líkur séu til, að sú rýrnun verði á tekjum ríkissjóðs á næsta ári, að þær fari eigi langt fram úr þessari áætlun. En við samning fjárlagaáætlunarinnar bæði í fyrra og í ár hef ég yfirleitt reynt að fylgja þeirri reglu að hafa vaðið heldur fyrir neðan mig, og ég hef heldur kosið, að fjvn. hækkaði tekjuáætlunina frá því, sem ég hef gengið frá henni, heldur en að hún yrði lækkuð. Hitt er mér fullljóst, að víða getur verið mikið álitamál, hvernig áætla skuli, og má vel vera, að mér hafi eigi alls staðar tekizt að þræða rétt meðalveginn.

Kem ég þá næst að gjaldaáætluninni. Fyrst skal á það bent, eins og raunar er getið um í aths. við frv., að reiknað er með vísitölu 290. Þegar byrjað var að vinna að samningu fjárlagafrv. í sumar, var vísitalan nálægt 290, og þótti ógerlegt að breyta henni aftur, þótt hækkuð væri, þegar frv. var lagt fram. Ef vísitalan verður látin haldast í 300 eða þar yfir, liggur í hlutarins eðli, að ætla verður fé til að standa straum af útgjaldaaukningu, sem af þessari hækkun leiðir.

Um 6.–10. gr. frv. hef ég ekkert sérstakt að segja umfram það, er í aths. greinir.

Um 11. gr. er heldur ekki margt að segja fram yfir það, sem um getur í aths. Rétt er að benda á, að til Landhelgisgæzlu eru ætlaðar 3 millj. kr., og er það nokkru lægra, en Skipaútgerð ríkisins lagði til. En með því að hún hafði eigi gert ráð fyrir neinum tekjum af björgunarstarfsemi eða sektum fyrir landhelgisbrot, þótti eigi ástæða til að mæla með hærri fjárveitingu, en áður greinir.

Um 12. gr. þarf ég ekki margt að segja. Styrkur til læknisbústaða. sjúkraskýla o.fl. er óbreyttur frá síðustu fjárl. kr. 1,1 millj. Heilbrigðisstjórnin fór fram á allmiklu hærri fjárveitingu, en ekki þótti fært að taka þær óskir til greina. Á 20. gr. er auk þess veitt 2 millj. kr. til viðbótarhúsnæðis fyrir ríkisspítalana. Vafalaust væri þörf á hærri fjárveitingu í þessu skyni, en ekki þótti þó fært að mæla með hærri fjárhæð, en veitt var í þessa árs fjárl.

Kem ég þá að 13. gr. Framlag til nýrra þjóóvega er áætlað 5 millj. kr., en fjárveiting þessa árs til nýbygginga var 7 millj. kr. Ótalin eru þá að vísu bæði árin gjöld samkv. l. um orlof verkamanna, en þau gjöld eru nú áætluð 450.000 kr. Viðhaldskostnaður er áætlaður 9 millj. kr., en fjárveiting þessa árs var 8 millj. kr. Því miður er þessi aukning sízt of mikil, því að ár eftir ár hefur þessi útgjaldaliður farið allmikið fram úr áætlun. Á þessu ári voru veittar 800.000 kr. til kaupa á vegavinnuvélum og í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir, að á næsta ári verði varið 500.000 kr. í sama skyni. Þótt eitthvað gangi úr sér af gömlum vélum hlýtur vélakostur sá, sem vegamálastjórnin ræður yfir, að vera mjög vaxandi. Og þegar þess nú er gætt, hvernig afköstin margfaldast við vélavinnuna, þá er síður en svo að um nokkra kyrrstöðu yrði að ræða í vegagerðinni, þótt lítils háttar væri dregið úr fjárveitingunni. Það er ill meðferð á fjármunum að láta menn starfa að vegagerð með handverkfærum einum saman og það á þeim tíma, sem skortur er á vinnuafli til framleiðslustarfa. Slíkt ráðlag getur engin þjóð leyft sér, og vissulega miðar það eigi að því að koma vegamálum landsins í viðunandi horf. Hitt er svo annað mál, að ef handverkfærin eiga að hverfa úr sögunni, verður gerbreyting að komast á tilhögun vegaframkvæmdanna. Það samrýmist ekki vélavinnunni, að unnið sé að vegagerð á jafnmörgum stöðum og gert hefur verið á undanförnum árum. Mér telst til, að á þessu ári hafi verið ráðgert að vinna að 110 þjóðvegum. Hvort raunverulega hefur verið unnið að þeim öllum, er mér eigi kunnugt. Nú er það vitað, að ýmsir af þessum vegarspottum koma að engu gagni, fyrr en vegurinn allur er fullgerður. Ég skal nefna sem dæmi veginn frá Hnífsdal að Bolungavík. Til hans voru veittar 90.000 kr. á þessu ári, en ég hygg óhætt að fullyrða, að enginn geti haft nokkur not vegarins, fyrr en hann er kominn alla leið til Bolungavíkur. Líkt mun þessu farið um ýmsa aðra vegi. Það fé gefur því litla vexti, sem varið er til slíkra fyrirtækja. Mér kemur þetta mál þannig fyrir sjónir, að heppilegasta lausnin væri sú, að vegamálastjórnin semdi nokkurra ára áætlun um vegagerð í landinu, setti efst á blað þá vegi. sem mesta þjóðhagslega þýðingu hafa og brýnust þörf er fyrir. Að þeim yrði svo unnið, eftir því sem fjárhagsgetan leyfir á hverjum tíma, þangað til þeir eru fullgerðir. Tækju svo við þeir næstu og svo koll af kolli. Með þessu ynnist það, að vegaféð kæmi þegar í stað að fullum notum, og auk þess sparaðist flutningur á vegavinnuvélunum, svo að heildarafköstin færu vaxandi. Óánægju mundi þetta að sjálfsögðu valda hjá þeim, sem lengi þyrftu að biða, en þjóðhagslega væri það engu að síður ávinningur. Og vel mætti svo fara, að jafnvel þeir, sem aftarlega yrðu í röðinni, fengju fyrr full not vega sinna, en verða mundi, ef haldið er sömu tilhögun og verið hefur. Ég vil nú eindregið mælast til, að bæði vegamálastjórnin og hv. fjvn. taki mál þetta til alvarlegrar athugunar og láti hreppapólitíkina ekki villa sér sýn. Þörfin fyrir aukna vegagerð er brýn og aðkallandi á landi voru. Því síður megum vér kasta á glæ því fé, sem til hennar er varið.

Til brúargerða er lagt til, að veitt verði 1,5 millj. kr., en fjárveiting til nýrra brúa var í fjárl. þessa árs tæpar 2 millj. kr. Aftur á móti eru tillög til akfærra sýsluvega hækkuð um samtals 150.000 kr.

Til samgangna á sjó er lagt til, að veittar verði röskar 3 millj. kr., og er það litið eitt lægra, en á s.l. ári.

Til vita og hafna eru áætlaðar röskar 7 millj. kr., og er þar langstærsta framlagið til hafnarmannvirkja og lendingarbóta, 4 millj. kr. Auk þess er ætlað til hafnarbótasjóðs 800.000 kr. Þessi fjárframlög hafa farið mjög vaxandi hin síðari árin, enda hefur þörf fyrir hafnargerðir aldrei verið eins knýjandi og nú vegna hinnar öru stækkunar á skipastólnum.

Til flugmála er ætlað samtals 4.250.700.00, auk 400 þús. kr., sem veittar eru í 20. gr. til flugvallar í Vestmannaeyjum og flugskýlis á Ísafirði. Í fjárl. þ. á. eru veittar aðeins rúmar 900 þús. kr. til flugmála. Hækkunin stafar af afhendingu Reykjanesflugvallarins til ríkisins.

Heildarútgjöldin samkv. 14. gr. eru í fjárlagafrv. áætluð tæpl. 23,4 millj. kr., en eru í fjári. þessa árs 21,8 millj. kr. Hækkunin stafar af útgjaldaaukningu vegna hinna nýju fræðslulaga. Barnafræðsla hefur hækkað um 1,26 millj. kr. og ungmennafræðsla um 0,28 millj. kr. — Til íþróttasjóðs er lagt til, að veittar verði 700 þús. kr. Er það 100 þús. kr. meira en veitt var í fjárl. 1945, en 300 þús. kr. lægra, en á þessu ári. Framlag til byggingar húsmæðraskóla er lagt til, að verði 800 þús. kr., og er það 500 þús. kr. lækkun frá fjárl. þ.á. — Til byggingar gagnfræða- og héraðsskóla er lagt til, að veittar verði samtals 1,5 millj. kr., en í fjárl. þ. á. eru veittar 2,2 millj. í sama skyni. Í þessu sambandi mætti, ef til vill á það drepa, að vel má vera, að ýmsum þyki um of skorið niður framlag til ýmissa opinberra bygginga. Auðvelt er að benda á brýna þörf fyrir flestar þeirra. En það er hvort tveggja, að vegna fjárhagsafkomu ríkisins er eigi unnt að gera allt í einu, og hitt, að eins og ástandið er í byggingariðnaðinum hér á landi nú, orkar það meira en lítils tvímælis, hvort rétt sé að hlaupa í kapp við atvinnuvegina um vinnuaflið. Það má aldrei gleymast, að skilyrði fyrir, að unnt sé að halda uppi fullkomnu fræðslukerfi, að unnt sé að fullnægja sjúkrahúsaþörf o.s.frv., er það, að atvinnulífið standi í blóma. Þær byggingar, sem standa í beinu sambandi við framleiðslustarfsemina, eiga því að ganga á undan, og þá aukast möguleikar fyrir að koma síðar upp ýmsum menningar- og líknarstofnunum. Þessa hefur stundum eigi verið nægilega gætt, og væri betur, að vér ættum eigi eftir að súpa seyðið af því. Ég er þeirrar skoðunar, að vér verðum nú að keppa að því að fullgera þær opinberu byggingar, sem þegar er byrjað á, en fara mjög varlega í að hefja nýbyggingar, eins og nú standa sakir.

15. gr. fjárl. er sannast sagt orðin hálfleiðinleg ruslakista. Þar eru t.d. 29 bókasöfn og lesstofur með frá 1.200 kr. og upp í 37.500 kr. styrk. Þar eru enn fremur 11 leikfélög og leiklistarskólar með frá 1.000 kr. og upp í 30.000 kr. styrk. Allt er það vitanlega tilviljun háð, hverjir hljóta styrk og hverjir ekki. Einhverjir mundu og jafnvel efast um menningarlegt gildi sumra þessara stofnana. Væri ekki eðlilegra, að Alþ. veitti í einu lagi nokkra fjárfúlgu til þessara mála og einhverri annarri stofnun, t.d. menntamálaráði, væri falin úthlutun? Ég skýt þessu fram til athugunar fyrir hv. fjvn. Þetta skiptir að vísu litlu máli fjárhagslega, en mér sýnist það hins vegar mundu verða áferðarfallegra.

Annars hef ég ekki margt um 15. gr. að segja. Atvinnudeild háskólans er að verða geysidýr stofnun, og verður dýrari svo að segja með hverri vikunni, sem líður. Nokkuð oft heyrist um það kvartað, að árangur sjáist litill af starfi hennar. Þess verður nú vel að gæta, að mörg vísindastarfsemi sýnir eigi skjótan árangur, en getur átt fullan rétt á sér eigi að síður. Hitt má svo vel vera, að skipulag atvinnudeildar þurfi betri athugunar við, og væri ef til vill eigi úr vegi, að fjvn. gæfi því sérstakan gaum.

Kostnaður við veðurstofuna er áætlaður 980 þús. kr., en var í þessa árs fjárl. 514 þús. Hækkunin stafar af aukinni þjónustu vegna flugsamgangna.

Styrkur til skálda, rithöfunda og listamanna hefur verið lítils háttar lækkaður, og stafar það aðallega af því, að styrkurinn gekk eigi allur út á þessu ári. Annars mun sú skoðun nokkuð almenn, að styrkveitingar þessar, eins og framkvæmdar hafa verið á síðustu árum, eigi litinn rétt á sér. Margt virðist mæla með, að tilhögun væri breytt í þá átt, að efnilegir menn væru styrktir til náms, en styrkir væru að öðru leyti ekki veittir öðrum en þeim, sem skarað hefðu fram úr, og þá sem heiðurslaun. Það er til mjög vafasamrar uppbyggingar fyrir listastarfsemi í landinu, að svo að segja hver maður, sem vill gefa listagyðjunni hýrt auga, geti komizt á föst laun hjá ríkinu, án nokkurs tillits til, hvort gyðjurnar vilja gjalda í sömu mynt.

Kem ég þá að 16. gr. Jarðabótastyrkur er áætlaður 2.500.000 kr., og er það 800 þús. kr. meira, en í fjárl. þessa árs. Vafasamt er þó, að sú hækkun sé nægileg. Jarðabæturnar eru nú unnar með miklu stórvirkari vélum en áður, og má gera ráð fyrir, að það leiði til stóraukinna framkvæmda. Spurning er hins vegar, hvort ekki er ástæða til að lækka styrk til sumra framkvæmda, sérstaklega þurrkunar á landi. Þar hefur alveg nýtt viðhorf skapazt við notkun kílplóga til holræsagerðar.

Þá eru áætlaðar samtals 5 millj. kr.vegna laga um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Nemur þessi hækkun sem næst 4 millj. kr. Vafasamt er máske, að öll fjárhæðin verði notuð á næsta ári, en varlegra þótti hins vegar að gera ráð fyrir þeim möguleika, enda verður fjárframlagið að teljast skylt samkv. fyrrnefndum l.

Framlag til vélasjóðs til verkfærakaupa er áætlað 850 þús. kr., og er það 350 þús. kr. meira en á fjárl. þessa árs.

Þá er framlag til skógræktar áætlað 871 þús. kr., og er það 400 þús. kr. meira, en á síðasta ári. Aðalhækkunin stafar af kostnaði við skóggræðslu, sem er meira en tvöfaldur, svo og kostnaður við friðun skóglendis á einstökum jörðum samkv. l. nr. 10 1943, en hann er hækkaður úr 40 þús. kr. upp í 150 þús. kr. Þessi hækkun er að vísu mjög mikil, en ef skógræktin á að verða annað, en nafnið tómt, verður eigi komizt hjá að auka framlög til hennar.

Kostnaður vegna sauðfjársjúkdóma hefur verið látinn haldast óbreyttur, 2.800 þús. kr. Það verður að játast, að þessi áætlun er gerð af handahófi Fyrir Alþ. mun bráðlega verða lagt frv. um varnir gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra, og er þar að ýmsu leyti gert ráð fyrir nýrri tilhögun þessara mála. Má gera ráð fyrir, að komið verði í ljós, hvort frv. það nær fram að ganga, áður en gengið er frá fjárl., og ef svo yrði, mundi fjárhagsáætlun byggjast á hinni nýju skipun.

Raforkumálin eru nú tekin sem sérstakur stafliður í 16. gr. Stærstu útgjaldaliðirnir þar eru tillag til raforkusjóðs. 2 millj. kr., og kostnaður við jarðboranir, samtals 650 þús. kr. Fyrri liðurinn er lögákveðinn, en að sjálfsögðu getur orkað tvímælis, hvort rétt sé að verja svo miklu fé sem hér er gert ráð fyrir til jarðborana.

17. gr. fjárl. er sú greinin, sem hlutfallslega hækkar langmest. Stafar það svo að segja einvörðungu af hækkuðu framlagi til alþýðutrygginga, en sá liður hefur hækkað um tæpar 14 millj. kr. Fyrir fram var vitað, að l. um alþýðutryggingar mundu valda ríkissjóði miklum útgjöldum. Hins verður að sjálfsögðu að gæta, að l. spara mörgum einstaklingum mikil fjárútlát vegna ómagaframfærslu o.fl., og ætti það að vega nokkuð á móti. Hinu verður svo ekki neitað, að þessi gífurlega útgjaldaaukning mun torvelda mjög, að unnt verði að ganga frá hallalausum fjárl. Verður nánar að því atriði vikið síðar.

Þá er gert ráð fyrir, að Sambandi ísl. berklasjúklinga verði veittur 400 þús. kr. byggingarstyrkur, og er það tvöfalt meira, en veitt var í fjárl. þessa árs. Félagsskapur þessi er nú að reisa höfuðbyggingu sina í Reykjalundi, og mun hún kosta ærið fé. Hér er um svo mikið þjóðþrifafyrirtæki að ræða og því hefur verið stjórnað af svo miklum myndarskap og, að því er virðist, ráðdeildarsemi, að stofnunin er vissulega alls góðs makleg. Það hefur mikla þjóðhagslega þýðingu, að berklasjúklingunum sé séð fyrir hæfilegum verkefnum. Á hitt þarf ekki að benda, hverja þýðingu það hefur fyrir þá sjálfa bæði efnalega og andlega. Fleiri liði í 17. gr. sé ég ekki ástæðu til að gera að umræðuefni. og í 18. gr. er, að ég ætla, ekkert, sem gefur mér tilefni til sérstakra aths.

Í 19. gr. munu menn veita því athygli, að felld er niður fjárveiting til niðurgreiðslu á landbúnaðarafurðum, en hún var á þessa árs fjárl. áætluð 12 millj. kr. Ég hef ár eftir ár á það bent, að þessi útgjaldaliður þurfi að hverfa úr fjárl. Hingað til hafa menn hins vegar litt viljað á það hlusta. En eins og nú er komið, hygg ég, að hver maður, sem lætur sig nokkru skipta, að fjárreiður ríkissjóðs séu í sæmilegu lagi, verði að viðurkenna, að óhjákvæmilegt sé að skipa málum þannig, að ekki þurfi á niðurgreiðslunum að halda. Þetta mál verður að sjálfsögðu að takast til athugunar í sambandi við dýrtíðarmálin almenn, og þetta þing getur ekki skilið þannig, að það finni ekki einhverja lausn þeirra. Mál þetta mun að sjálfsögðu verða rækilega rætt í sambandi við málefnasamninga um stjórnarmyndun, en ég tel ólíkleg, að nokkur vilji taka ábyrgð á fjármálastjórninni upp á það að halda áfram að ausa út milljónum á svo fávíslegan hátt.

Ég hef þegar drepið á nokkra útgjaldaliði 20. gr. og get verið fáorður um hina aðra. Að mestu er þar um að ræða fjárveitingar til mannvirkja, sem þegar er byrjað á eða að minnsta kosti fé hefur verið veitt til áður. Þannig er það t.d. um menntaskólahúsið í Reykjavík, heimavistarhús Akureyrarskólans og Skálholtsskóla. Til allra þessara bygginga var veitt fé í fjárl. síðasta árs, en á engri byrjað ennþá. Stýrimannaskólanum er ætluð sama fjárveiting og á þessu ári, 1 millj. kr. Þrátt fyrir þessa tiltölulega háu fjárveitingu virðist skólanum furðu lítið miða áfram, og á langt í land, að hann verði fullgerður. Þjóðminjasafni eru ætlaðar 500 þús. kr., Íþróttakennaraskólinn fær lokagreiðslu. 255 þús. kr., og nokkrar minni fjárhæðir eru ætlaðar til að fullgera hús, sem eru í smiðum. — Til vitamála er ætluð nálega sama fjárhæð og á þessu ári, 1,37 millj. kr., og loks er ætluð til byggingar varðskips 1 millj. kr.

Fjárveiting til bygginga á jörðum ríkisins er nokkuð hækkuð, úr 200 þús. kr. upp í 350 þús. kr. Það hefur komið í ljós, að ríkið getur með engu móti uppfyllt landsdrottinsskyldur sínar með þeim fjárframlögum, sem hingað til hafa verið ætlaðar til endurbygginga á þjóðjörðum. Jarðagóss ríkisins verður jafnan baggi á því, og reynslan er að nýju að leiða í ljós, að þjóðjarðirnar dragast aftur úr, bæði hvað ræktun og byggingar snertir. Væri án efa æskilegast, að þær kæmust sem flestar í sjálfsábúð aftur.

Ég hef nú drepið á þá liði gjaldabálksins, sem mér hefur þótt sérstök ástæða til að vekja athygli á. En eins og rekstraryfirlitið í 21. gr. ber með sér, eru heildarrekstrarútgjöld áætluð 146.026.809 kr. Er þetta tæpum 19 millj. kr. meira, en á síðasta ári. En eins og ég áður gat um, eru tekjur áætlaðar 136.284.679 kr. og rekstrarhalli því rúmlega 9,7 millj. kr. Nemur hann þannig rúml. 7% af heildartekjum, eins og þær eru áætlaðar. Greiðsluhallinn verður hins vegar miklum mun meiri. Samkv. sjóðsyfirlitinu í 21. gr. nemur hann tæpum 22 millj. kr. eða milli 15 og 16% af sjóðsinnborgunum. Enn þá getur að sjálfsögðu enginn sagt um, hverjum breytingum fjárlagafrv. tekur í meðferð þingsins, en ef að venju lætur, má gera ráð fyrir, að útgjöld hækki fremur, en lækki. Hvort þingið treystist til að hækka tekjuáætlun, skal ósagt látið. Það er sennilega fullsnemmt að bera fram nokkrar tillögur um, hvernig snúast skuli við í þessu efni, meðan útkoma yfirstandandi árs er eigi betur kunn, en raun er á og meðan öldungis er ókunnugt, hverja stefnu Alþ. tekur í dýrtíðarvandamálinu.

Áður en ég lýk máli mínu, þykir mér rétt að gefa yfirlit yfir fjárhag ríkissjóðs, eins og hann var um síðustu áramót. Hef ég í höndum efnahagsreikning, saminn af ríkisbókhaldinu, og skal ég leyfa mér að lesa hann upp: (Sjá næstu bls.).

Viðvíkjandi eignalið III. ber þess að geta, að þar sem reikningar margra sjóðanna hafa ekki borizt ríkisbókhaldinu ennþá, er hér reiknað með sömu tölum og í árslok 1944.

Eins og efnahagsreikningur þessi ber með sér, verður eigi annað sagt, en að hagur ríkissjóðs standi nú með blóma. Samanlagðar skuldir hans nema aðeins 33,7 millj. kr. fyrir utan geymslufé, og hrein eign hans er yfir 126 millj. kr. Erlendar skuldir eru að mestu horfnar. Framkvæmdir hafa síðustu ár verið meiri, en nokkurn tíma fyrr og framleiðsluskilyrði öll stórum betri, en nokkru sinni fyrr á landi voru. Atvinnuvegirnir hafa á síðustu árum tekið tæknina í þjónustu sína í mjög ríkum mæli, þótt betur þurfi að vera, áður en lokið er. Víst má telja, að ein höfuðframleiðsluvara landsins, síldarafurðirnar, verði í mjög háu verði á næsta ári, og afköst síldarverksmiðjanna eru orðin svo mikil, að gott veiðiár mundi auka útflutningsverðmæti gífurlega. Verzlunarjöfnuður þessa árs hefur að vísu verið mjög óhagstæður, og þarf engan að undra það. Saman hefur farið stórfelldur aflabrestur á síldveiðunum og gífurlegur innflutningur á ýmsum tækjum til atvinnurekstrar. En hin mikla aukning atvinnutækjanna. sem sumpart er komin í framkvæmd og sumpart að fullu tryggð, mun brátt segja til sin, og ég held, að Ísland hafi aldrei haft minni ástæðu til að kviða gjaldeyrisskorti, en einmitt nú. Það, sem oss nú er nauðsynlegast, er að stýra málum þann veg, að atvinnuvegirnir haldi áfram að blómgast. Ég held, að það væri sjálfskaparvíti, ef svo yrði ekki. En ef atvinnulífið er þróttmikið, munu landsmenn áfram geta búið við góð kjör efnalega, og þá mun ríkissjóður heldur eigi verða fjárvana.

Ég legg svo til, að umr. verði frestað og frv. vísað til hv. fjvn.