24.03.1947
Sameinað þing: 39. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

12. mál, fjárlög 1947

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Eins og hæstv. forsrh. tók fram, þá er ríkið skuldbundið til þess að lána 85% byggingarkostnaðar til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði, en hefur því miður ekki getað staðið við það, og sumar sveitir hafa orðið að leggja út það fé, sem ríkissjóði bar að lána. Ég tel því nauðsynlegt að kippa þessu í lag, en hins vegar er það ekki tilgangurinn að leggja út fé, heldur að lána það. Með tilvísun til grg. hæstv. forsrh. segi ég nei.