22.05.1947
Efri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í B-deild Alþingistíðinda. (866)

240. mál, félagsheimili

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson):

Herra forseti. Frv. þetta, sem hér liggur fyrir á þskj. 878, er, eins og kunnugt er. stjfrv., sem nú hefur fengið afgreiðslu hv. Nd. Það er kunnugt, að á þessu sama þingi hafa nokkrir þm. flutt frv., sem fór í þá átt, að hið opinbera hlaupi undir bagga að bæta úr þeim mikla skorti. sem er á samkomuhúsum úti um land, því að augljóst er, að hann háir starfsemi fjöldamargra félaga í bæjum og sveitum. Nú hefur það orðið að samkomulagi. í samræmi við það, sem verið var að samþykkja hér fyrir stuttu síðan, að láta helming skemmtanaskattsins renna í félagsheimilasjóð til þess að styrkja þessar byggingar. — Menntmn. Ed. hefur athugað þetta frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt, og sé ég svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um málið að svo stöddu.