27.02.1948
Neðri deild: 65. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (1511)

170. mál, fasteignasala

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Allshn. þessarar hv. d. flytur þetta mál. Í l. nr. 47 1938 er svo kveðið á, að ekki megi aðrir en þeir stunda fasteignasölu, sem fullnægja þar settum skilyrðum, og er þar m.a. skilyrði að hafa staðizt próf samkv. fyrirmælum atvmrn. Síðan l. þessi voru samþ., hefur verið tekin upp kennsla í viðskiptafræðum við háskólann. Er lögfræði, og þar á meðal kröfuréttur, meðal kennslu- og prófgreina. Vegna þessa virðist réttmætt vera að undanþiggja kandídata í viðskiptafræðum prófinu eins og lögfræðinga. Háskólaráð hefur og lýst sig samþykkt því, að breyt. þessi nái fram að ganga, og eru meðmæli þess prentuð á þskj. sem fylgiskjal.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um málið nú. Málið liggur ljóst fyrir og er afar einfalt, og ég leyfi mér að vona, að það nái fljótt fram að ganga.