18.11.1947
Efri deild: 21. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1114 í B-deild Alþingistíðinda. (1706)

43. mál, búnaðarmálasjóður

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir þau ummæli þm. Dal., að það sé ástæðulaust að karpa meir um þetta mál, en vil aðeins taka það fram um leið og ég óska þess, að hv. dm. sjái sér fært að greiða brtt. minni atkv., að þar sem stendur, að sá hluti, sem búnaðarsamböndin fá, skiptist í réttu hlutfalli, þá er átt við, að skiptin verði eins réttlát og næst verður komizt, þannig að það verði sem næst því, sem lagt hefur verið fram. Þessu bauðst ég til að bæta í brtt. til mýkingar, en það kærðu meðnm. mínir sig ekki um, því að þeir virðast ætla henni önnur örlög en þjálfun á orðalagi.

Ég lofaði að lengja ekki þessar umr. og vil því aðeins að lokum endurtaka þá ósk mína, að hv. dm. ljái þessari meinlausu og sanngjörnu till. atkvæði sitt.