23.03.1948
Efri deild: 86. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1214 í B-deild Alþingistíðinda. (1974)

118. mál, hitaaflstöð og hitaveita á Ísafirði

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Viðvíkjandi ósk hv. 3. landsk. vil ég taka það fram, að ég sé ekki ástæðu til að taka brtt. mínar aftur. Ég hef sýnt fram á þann reginmismun, sem er á þessum 2 hitaveitum. Á öðrum staðnum er notað jarðvatn, en á hinum þarf að nota erlent eldsneyti. Ef þarf lagaákvæði til að fá menn til að nota vatnið, þá held ég, að enginn fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir þessu og engin rök fyrir því, að það nái fram að ganga. Í gær var afgr. hér frv. um skiptingu prestakalla, og mun ekki enn þá búið að samþykkja það í Nd., og gæti þetta því fylgt því þar eftir. Ég vil sérstaklega, að brtt. við 7. gr. komi til atkvæða, og er sýnilega um misskilning að ræða hjá hv. 3. landsk. varðandi hana. Ég held fast við, að brtt. verði bornar upp.