30.10.1947
Sameinað þing: 17. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í D-deild Alþingistíðinda. (3301)

25. mál, Keflavíkurflugvöllurinn

Gylfi Þ. Gíslason:

Ég tel, að framkvæmd flugvallarsamningsins hafi verið mjög ábótavant í ýmsum atriðum. Hef ég fært rök fyrir þeirri skoðun minni við þær umræður, sem á undan eru gengnar, og fæ ekki séð, að þeim hafi verið hnekkt. Þótt ég hefði kosið að hafa þál. þessa með nokkuð öðrum hætti og mér geðjist ekki að ýmsum atriðum í grg. hennar og málflutningi hv. þm. Sósfl. til stuðnings henni, tel ég fulla ástæðu til, að Alþ. láti í ljós þann vilja, að betur verði haldið á rétti Íslendinga við framkvæmd samningsins hér eftir en hingað til, og segi því nei við þessari dagskrártillögu.