09.03.1948
Efri deild: 77. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 518 í B-deild Alþingistíðinda. (812)

161. mál, bifreiðalög

Hannibal Valdimarsson:

Mér þykir vænt um, að hæstv. ráðh. metur þá frásögn, sem ég las, svo mikils, að hann ætlar að athuga málið og afla sér fullrar vitneskju, og að hann lét í ljós, að yfirvöldin ætluðu nú að taka leynivínsöluna alvarlegum tökum. En út af ósk hans um, að ég mætti fylgja Morgunblaðinu betur en ég geri, skal ég segja það, að þegar það í málefnalegum flutningi byggir niðurstöður sínar á óvefengjanlegum rannsóknum og staðreyndum, þá er ég með. En mér finnst það ekki svo oft bera við, og því hef ég ekki fylgt Morgunblaðsmönnum fram að þessu.