09.03.1948
Efri deild: 77. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 518 í B-deild Alþingistíðinda. (813)

161. mál, bifreiðalög

Forseti (BSt):

Þá hafa ekki, fleiri kvatt sér hljóðs, og er umr. lokið. — Áður en gengið verður til atkv., vil ég benda á, að í fyrstu málsgr. 2. gr. er augljós prentvilla, og er því sjálfsagt að leiðrétta hana, án þess að sérstök brtt. þurfi að koma til. Hins vegar tel ég ekki rétt að leiðrétta hana, fyrr en séð verður, hvort frv. verður eitthvað breytt við 3. umr., það væri aðeins til að eyða pappír og kosta prentun að prenta sérstaka brtt. En ef n. gerir á annað borð einhverjar brtt. við frv., þá er rétt að gera um leið brtt. um að leiðrétta það, er ég nefndi, það kostar ekkert, ef einhverjar brtt. eru gerðar og prentaðar á annað borð. En ef n. gerir engar brtt., þá tel ég, að þetta megi leiðrétta án þess að fara að gera um það sérstaka brtt. og prenta hana, eins og ég hef þegar sagt.