19.03.1948
Sameinað þing: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í B-deild Alþingistíðinda. (919)

129. mál, fjárlög 1948

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Eins og hér hefur verið áður að vikið í upphafi þessarar umr., er útlit fyrir, að töluverður halli verði á fjárlagafrv. á rekstri þess, jafnvel þó að ekki væri annað samþ. en það, sem hv. fjvn. hefur lagt til, sem ég vona, að verði ekki. Ég hef, eins og ég áður minntist á, verið að athuga leiðir til þess að mæta, ef unnt væri, þessum halla við afgreiðslu þessa máls. Hitt er viðfangs.efni, sem erfiðara er og þyrfti stærri aðgerða, að gera till. um tekjuöflun til að mæta þeim halla, sem verður á sjóðsyfirliti. En hvað það atriði snertir, hefur nú víst oftar verið frekar látið undan fallast að mæta þeim halla en rekstrarhallanum. Í sambandi við þetta hef ég ákveðið að bera fram brtt., sem ég, vegna þess hve áliðið er. verð að láta mér nægja að leggja fram skrifl. Það er brtt. við tekjuhlið frv., og þá fyrst við 2. gr. 6. um það, að gjald af innlendum tollvörutegundum hækki í frv. þannig, að fyrir 2 millj. kr. komi 3 millj. kr., og við 3. gr. A, um að áætlunin um áfengistekjur verði hækkuð um 4 millj. kr. Ég hef í sambandi við fyrri liðinn lagt fram við frv. um bráðabirgðabreyt. nokkurra laga í Ed. brtt., er hnígur í þá átt að hækka gjald af innlendum tollvörutegundum um 50% af því, sem nú er. þ.e.a.s., það er sú raunverulega hækkun. — Ég skal ekki fjölyrða hér um þetta mál. Ég rökstuddi það mál í hv. Ed. og mun enn rökstyðja það, þegar það kemur til hv. Nd. Hér er aðeins um það að ræða að gera hreyt. til þess að mæta væntanlegum rekstrarhalla á þessu fjárlagafrv.

Þá vil ég einnig skýra frá því, að sú nefnd til þess að athuga ríkisrekstur og gera till. um sparnað á honum, sem ég skipaði ú síðast liðnu ári, hefur unnið margt nýtt starf og þar á meðal samið lagafrv. um sérstakt eftirlit með ríkisstofnunum af hálfu ráðuneytisins til þess að draga úr kostnaði við hinn opinbera rekstur. Það er svo, eins og vitað er, að hinn opinberi rekstur er víða niður kominn. Og það er mikið verk og þarf alveg sérstakan mann og hann vel hæfan til þess að líta þar svo eftir, að að gagni komi. Þetta uppkast að frv., sem er um það bil samið frv., mundi sem l. vera þess eðlis, að ég geri ráð fyrir að frv. að þeim lagabálki mundi taka nokkuð mikið af tíma þingsins til umræðu. Og þykir því af þeim ástæðum og fleirum ekki fært að leggja frv. til þeirra l. fyrir þetta Alþ. En til bráðabirgða eru margir mér sammála um það, að einhvers staðar á einum stað þurfi að vera nokkur hemill á því, hvort eða hve mikið fjölga skuli starfsmönnum í ríkisstofnunum. Og það yrði þá að vera í fjmrn., því að hingað til hefur það gengið svo, að fjmrn. veit ekkert eða lítið um breytingar á slíku í ríkisstofnunum, fyrr en komið er með kröfur um greiðslur á þessu eða hinu í þessum efnum. En það, sem ég skoða sem bráðabirgðaákvæði þangað til heildarlöggjöfin yrði sett um ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við opinberan rekstur — og með þeirri löggjöf er til ætlazt, að þessu yrði komið fyrir á annan hátt — er þessi brtt., sem ég hér leyfi mér að leggja fram (þskj. 614, IV), líka skrifl., við 22. gr. Og er hún sem sagt bráðabirgðatilraun til þess að veita nokkurt viðnám í þessu efni, þangað til ráðrúm gefst til þess fyrir hæstv. Alþ. að setja þessu fastari skorður og öruggara form.