09.02.1949
Neðri deild: 60. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Eins og segir í grg., sem fylgir þessu frv., er það flutt að beiðni minni hl. allshn., og þarf ekki að rökræða frv. Það er öllum ljóst, að þingi því, sem nú stendur yfir, verður ekki lokið 15. febr., og þarf þess vegna vegna ákvæða stjskr. að setja ákvæði um frestun á samkomudegi reglulegs Alþ. 1949, og er því lagt til, að það verði gert með líkum hætti og verið hefur undanfarin ár, á þann veg, að reglulegt Alþ. 1949 koma saman fyrsta dag okt., ef forseti Íslands tiltekur ekki annan samkomudag. Það hefur orðið sú reynd á seinustu ár, að þurft hefur að fara inn á þetta form, að fresta reglulegu Alþ., þar til liðið er á árið. En þess er að sjálfsögðu að geta, eins og ákvæði 1. gr. frv. ber með sér, að það er auðvelt að kalla saman Alþ. miklu fyrr, ef þörf krefur, svo að þetta er aðeins síðasti dagur, sem ákveðið er, að þingið sé kvatt saman, ef þetta verður samþ. — Það er alltaf nokkurt spursmál, hvaða dag eigi að velja sem síðasta dag til þess að Alþ. komi saman. Á ferðinni mun vera brtt. frá einhverjum hv. þm. um að ákveða daginn nokkru síðar, og er það Alþ. að úrskurða það; ég hef ekkert um það sjálfur að segja, hvaða dag menn vilja telja heppilegastan.

Ég vildi beina því til hæstv. forseta að sjá um, að frv. þetta, sem væntanlega þarf ekki langar eða miklar umr., gangi fljótt í gegnum hv. d., því að frv. verður að komast gegnum Alþ. á þessari viku, svo að búið sé að staðfesta l. fyrir 15. febr. Frv. er flutt af hv. allshn. og þarf því ekki að fara til n.