09.02.1949
Neðri deild: 60. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Jörundur Brynjólfsson:

Ég vona, að hæstv. forseti amist ekki við því, að ég minnist á brtt., sem ég mun flytja við þetta frv. ásamt 2. þm. Eyf. og er um það, að eindaginn færist fram til 11. okt. Það er mönnum mikil þægindi, kannske þeim sérstaklega, sem búa úti á landi og hafa þar störfum að sinna, að þingið komi ekki saman fyrr. Ég vona, að það þurfi engin áhrif að hafa á þingstörfin, þannig að hægt sé að ljúka þeim fyrir hátíðar. Ég vænti, að hv. d. geti fallizt á þessa brtt. Mér hefur skliizt á forsrh., að af hans hálfu vilji hann alls ekki bregða fæti fyrir slíka ákvörðun. Ef þannig skipast, að stj. þurfi að kalla þing saman fyrr, skiptir það engu máli, þótt eindaginn á samkomunni sé færður til 11. okt. — Ég vænti, að hæstv. forseti láti málið ekki koma til atkvgr. fyrr en við getum verið viðstaddir við 2. umr., með því að við þurfum að bregða okkur frá.