10.02.1949
Neðri deild: 61. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1436 í B-deild Alþingistíðinda. (1892)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég viðurkenni fyllilega, að ýmsar persónulegar ástæður mæla með því, að 11. okt. sé þægilegri samkomudagur Alþ. en 1. okt. Hins vegar tel ég alveg óviðunandi fyrir þá, sem eiga að sjá um framkvæmdir fyrir ríkið, að vita ekki fyrr en komið er fram á árið, hvaða framkvæmdir verði leyfðar. Með slíku fyrirkomulagi hljóta allar framkvæmdir að verða miklu verr undirbúnar og auk þess miklu dýrari. Það má vel vera, að 10 dagar ráði ekki miklu, en þá tel ég, að samkomudagurinn ætti að vera fyrr, ef tíminn frá 1. okt. nægir ekki til að afgr. fjárl. fyrir áramót, t.d. 1. eða 15. sept. — Það verður að gera greinarmun á því, hvort um persónulegt hagræði nokkurra manna er að ræða eða hag landsins í heild.