10.12.1948
Efri deild: 28. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (191)

93. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Það eru aðeins örfá orð. Fjmrh. hefur vitaskuld ekki í hendi sér eða hefur a.m.k. ekki neitt einræði í þeim efnum að ákveða, hvaða stefna sé tekin í skatta- og tollamálum af hverju þingi sem situr. Hins vegar gefur auga leið með það, að þegar fjárlagafrv. er samið, verður fjmrh. að reikna með því, a.m.k. ef ekki er annað fyrir fram ákveðið, að þeir tekjustofnar haldist, sem eru í l., og það var gert ráð fyrir því, þegar þetta frv., sem hér liggur fyrir, var samið, að þeir tekjustofnar, sem hér um ræðir, héldust. Það er eiginlega nokkurs konar skylda, að ráðun. leggi fram slík frv. og sjái um, að þau séu sýnd þinginu í hæfilega tíð, til þess að niður falli ekki þeir tekjustofnar, sem um er að ræða. En með því er engan veginn gefin nein yfirlýsing um, eins og hv. 1. þm. N-M. vildi vera láta, að málið kunni ekki eitthvað að breytast í meðferð Alþ. Það er ekki fjmrh. einn, sem hefur úrskurðarvaldið, heldur er það Alþ., sem markar þá stefna um lausn dýrtíðarmálanna, sem kann að verði upp tekin.