25.02.1949
Efri deild: 66. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1509 í B-deild Alþingistíðinda. (2074)

40. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég ætla nú ekki að ræða málið efnislega. En þar eð hér er um breytingu á skattalöggjöfinni að ræða og ég held, að hæstv. fjmrh. sé ekki hér viðstaddur og hafi ekki gefizt kostur á að kynna sér þessa brtt. frá 7. landsk., þá hefði ég talið réttara, að honum væri gefinn kostur á að kynna sér þessa brtt., og því fer ég fram á það, að hæstv. forseti fresti nú umr. um málið. Liggja fleiri verkefni fyrir þessum fundi, þó að umr. um þetta mál verði frestað.