05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1767 í B-deild Alþingistíðinda. (2727)

118. mál, raforkulög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég hef sannfærzt enn betur um það, að rétt sé að samþykkja brtt. mína. Ég tel ókost vera á till. n., eins og hún er nú, að lánið skuli vera til „átta ára með 3% ársvöxtum og jöfnum afborgunum og veði í aflvélinni og fasteign.“ Svo mikill er fjöldi bænda, sem þurfa þessa með, að tvímælalaust er skilyrðið rangt, ef þetta á að breiðast út, eins og nauðsynlegt er. Ég bendi hv. þm. Dal. og hv. frsm. á, að ég gerði eigi samanburð á þessum stöðvum og vatnsvirkjunum, heldur á þeim og héraðsveitunum, og hélt því fram, að þessir menn stæðu eigi verr að vígi. Þeir menn verða líka að greiða fyrir straum frá raforkuverunum og eru því ekki verr settir. Hitt er annað mál, hvað vatnsaflsvirkjanirnar varðar, og þær eiga að koma sem víðast upp. En vonir eru um, að héraðsrafveiturnar geti lækkað rafmagnið. Bera þær sig sæmilega skv. upplýsingum raforkumálastjóra. — Mér sýnist vanta menn úr n., og óska ég þó ekki eftir því, að atkvgr. sé frestað.