11.10.1948
Sameinað þing: 0. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (2856)

Forseti Íslands setur þingið

Þessir þingmenn voru til þings komnir:

1. Auður Auðuns, 3. (vara) þm. Reykv.

2. Áki Jakobsson, þm. Siglf.

3. Ásmundur Sigurðsson, 8. landsk. þm.

4. Barði Guðmundsson, 9. landsk. þm.

5. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

6. Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr.

7. Bjarni Benediktsson, 10. landsk. þm.

8. Björn Kristjánsson, þm. N-Þ.

9. Björn Ólafsson, 1. þm. Reykv.

10. Brynjólfur Bjarnason, 4. landsk. þm.

11. Einar Olgeirsson, 2. þm. Reykv.

12. Eiríkur Einarsson, 2. þm. Árn.

13. Emil Jónsson, þm. Hafnf.

14. Eysteinn Jónsson, 1. þm. S-M.

15. Gísli Jónsson, þm. Barð.

16. Guðm. Í. Guðmundsson, 7. landsk. þm.

17. Gunnar Thoroddsen, þm. Snæf.

18. Gylfi Þ. Gíslason, 4. þm. Reykv.

19. Halldór Ásgrímsson, 2. þm. N-M.

20. Hannibal Valdimarsson, 3. landsk. þm.

21. Helgi Jónasson, 1. þm. Rang.

22. Hermann Guðmundsson, 11. landsk. þm.

23. Ingólfur Jónsson, 2. þm. Rang.

24. Jóhann Hafstein, 7. þm. Reykv.

25. Jóhann Jósefsson, þm. Vestm.

26. Jón Gíslason, þm. V-Sk.

27. Jón Pálmason, þm. A-Húnv.

28. Jón Sigurðsson, 2. þm. Skagf.

29. Jónas Jónsson, þm. S-Þ.

30. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn.

31. Katrín Thoroddsen, 2. landsk. þm.

32. Lárus Jóhannesson, þm. Seyðf.

33. Páll Zóphóníasson, 1. þm. N-M.

34. Páll Þorsteinsson, þm. A-Sk.

35. Sigfús Sigurhjartarson, 6. þm. Reykv.

36. Sigurður Bjarnason, þm. N-Ísf.

37. Sigurður Guðnason, 8. þm. Reykv.

38. Sigurður E. Hlíðar, þm. Ak.

39. Sigurður Kristjánsson, 5. þm. Reykv.

40. Sigurjón Á. Ólafsson, 1. landsk. þm.

41. Skúli Guðmundsson, þm. V-Húnv.

42. Stefán Jóh. Stefánsson, 5. landsk. þm.

43. Stefán Stefánsson, 2. þm. Eyf.

44. Steingrímur Steinþórsson, 1. þm. Skagf.

45. Þorsteinn Þorsteinsson, þm. Dal.

Framantaldir þingmenn voru allir á fundi, nema Guðmundur Í. Guðmundsson, 7. landsk. þm., og Jónas Jónsson, þm. S-Þ.

Ókomnir voru til þings:

1. Ásgeir Ásgeirsson, þm. N-Ísf.

2. Finnur Jónsson, þm. Ísaf.

3. Hermann Jónasson, þm. Str.

4. Lúðvík Jósefsson, 2. þm. S-M.

5. Ólafur Thors, þm. G-K.

6. Pétur Ottesen, þm. Borgf.

7. Steingrímur Aðalsteinsson, 6. landsk. þm.

Forseti Íslands setur Þingið.

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis, kom forseti Íslands, Sveinn Björnsson, inn í salinn og gekk til ræðustóls.

Forseti Íslands (Sveinn Björnsson): Í ríkisráði 23. fyrra mánaðar var gefið út svolátandi forsetabréf um, að reglulegt Alþingi skuli koma saman til fundar mánudaginn 11. okt. 1948:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:.

Ég hef ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að reglulegt Alþingi 1948 skuli koma saman til fundar mánudaginn 11. október n.k.

Um leið og ég birti þetta, er öllum, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur, og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30.

Ritað í Reykjavík 23. sept. 1948.

Sveinn Björnsson.

Stefán Jóh. Stefánsson.

Samkvæmt bréfi því, er ég hef nú lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi Íslendinga er sett. Frá endurreisn Alþingis fyrir 105 árum er þetta 83. samkoma þess, en frá því er það fékk aftur í hendur löggjafarvald fyrir 74 árum, er þetta þing hið 68. í röðinni, en 51. aðalþing.

Ég vil biðja alþingismenn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum sínum.“

Þingheimur stóð upp, og forsætisráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson, mælti: „Lifi Ísland“. — Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Forseti kvaddi nú elzta þingmanninn, Björn Kristjánsson, þm. N–Þ., til þess að stýra fundi, þar til er kosinn væri forseti sameinaðs Alþingis. Gekk forseti Íslands síðan út úr salnum.

Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og tók við fundarstjórn. Kvaddi hann sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Sigurð Kristjánsson, 5. þm. Reykv., og Skúla Guðmundsson, þm. V-Húnv.