10.12.1948
Efri deild: 28. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í C-deild Alþingistíðinda. (3511)

47. mál, menntaskólar

Frsm., minni hl. (Eiríkur Einarsson) :

hv. þm., sem hafði kvatt sér hljóðs á undan mér, mun ekki vera viðstaddur, svo að ég skal hagnýta mér málfrelsið. (GJ: Hagnýta?) Ég hef nú litlu við það að bæta, sem ég tók fram við fyrri umr. málsins, að ég sem minni hl. n. mundi leggja fram till. til rökstuddrar dagskrár, og birtist hún hér á þskj. 183. Annars get ég skírskotað til fyrri ummæla minna og grg. dagskrárinnar. Ákjósanlegt hefði verið, ef aðrir hv. þm. hefðu verið við og notið málfrelsis síns, en við þetta læt ég sitja, mælist til þess, að hv. þdm. sjái sér fært að afgreiða málið með því að samþykkja dagskrána. Ég læt þess og getið, að hér í þessari hv. d. urðu einhverjar meiri háttar umr. um mig sem minnihlutamann í n. og fjarverandi á fundi hennar. Það er auðvitað alveg rétt hjá hæstv. forseta, að ég var enginn mótmælandi í þessu máli, en því síður var, að ég féllist á niðurstöður meiri hlutans um samþykkt frv. Á hinn bóginn varðveitti ég rétt minn til að koma fram með sérstöðu mína í málinu, svo sem ég nú hef gert.