18.02.1949
Neðri deild: 67. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í C-deild Alþingistíðinda. (4045)

132. mál, kirkjugarðar

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Ég kann ekki við þann hátt, að nefndir leggi fram frv., sem fari hvað eftir annað í gegn við umr., án þess að því sé nokkur gaumur gefinn. Til þessa máls hefur engin n. tekið afstöðu. Hv. n. hefur flutt frv. þetta vegna fram kominna óska þar að lútandi. Ég vil því eindregið mælast til þess, að n. taki mál þetta til athugunar á milli 2. og 3. umr. Mér finnst það nú dálítið óviðeigandi að leyfa heimagrafreit á einum stað, en synja um hann á öðrum stað, ef óskað yrði. Ég vil ekki setja algert bann við því, það kann ég ekki við, og ég vænti, að hv. n. athugi málið nánar á milli 2. og 3. umr.