18.10.1948
Neðri deild: 5. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (482)

9. mál, skyldueintök til bókasafna

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þetta frv. er fylgifiskur hins (frv. um Landsbókasafn). Um leið og verkefni safnanna voru tekin til athugunar, var afhending skyldueintaka einnig athuguð, og þetta frv. gerir ráð fyrir nýrri skipan í þessum efnum. Aðalatriðið er, að landsbókasafnið verði viðtökumiðstöð fyrir skyldueintökin. Þá er gert ráð fyrir því, að safnið afli sér erlendra bóka með bókaskiptum. Frv. felur ekki í sér auknar kvaðir frá því, sem áður var, þó að í einu atriði sé gert ráð fyrir einu eintaki fleira. Það er fyrst og fremst um það að ræða að koma betri skipan á þessi mál.

Ég leyfi mér að vísa til grg. og legg til, að málinu verði vísað til menntmn.