09.03.1949
Sameinað þing: 47. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í D-deild Alþingistíðinda. (5348)

933. mál, ljóskastarar í skipum

Fyrirspyrjandi (Hermann Guðmundsson):

Herra forseti. Snemma á vorþingi 1947 var lögð hér fram till. um, að útgerðarmenn væru skyldaðir til þess að setja í skip sín góða ljóskastara og önnur öryggistæki. Þetta náði ekki fram að ganga á því þingi og var flutt aftur á haustþingi 1947 og var síðan samþykkt snemma í febrúar 1948. En af því að ég hef ekki séð þau tæki á skipunum, sem gætu gefið til kynna, að þessi reglugerð væri komin á, þá langar mig til þess að bera hér fram fyrirspurn þá, sem er á þskj. 413, II. tölul.