03.03.1949
Efri deild: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í B-deild Alþingistíðinda. (557)

14. mál, kyrrsetning og lögbann

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Eftir að mál þetta kom til Nd., barst n. þar álit frá Lögmannafélagi Íslands, sem sent hafði verið frv. til umsagnar, en ekki svarað fyrr en málið var komið til Nd. Nú hefur hv. form. allshn. sagt, að hann hafi ekki athugað þetta álit, en mér finnst sjálfsagt, að hv. nm. fái tækifæri til að athuga það, og vildi því óska þess, að hæstv. forseti tæki málið út af dagskrá.