11.05.1950
Neðri deild: 99. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1032 í B-deild Alþingistíðinda. (1353)

163. mál, gengisskráning o.fl.

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Það er nú ekki eðlilegt, að hæstv. ráðh. vilji viðurkenna, að þetta sé skref í undanhaldsátt hjá hæstv. ríkisstjórn, en við þm., sem vorum viðstaddir setningu laganna og sáum stjórnarliðið fella allar till., sem til bóta voru, m.a. till. svipaðar þessum, teljum annað. Mér er alveg sama, þótt hæstv. ríkisstjórn telji þetta ekki undanhald, en við skulum sjá, hvað setur, og vita, hvort þetta reynist ekki undanhald, eins og ég hef sagt.