28.04.1950
Neðri deild: 90. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (2476)

93. mál, jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af orðum hv. þm. Ísaf. vil ég segja það, að þetta er hámarksheimild, en engin ákvörðun hefur verið tekin um það, hversu mikið eigi að greiða, og ekkert ákveðið á þessu ári. Eru heldur engin tengsl milli þessa frv. og innflutnings á vélum næstu mánuðina. Hins vegar er þannig ástatt, að eigi er hægt að greiða út allar vélarnar, svo að það mun standa upp á ríkisvaldið að greiða þar eitthvað, og engin ástæða er til að ætla, að örara gangi að greiða úr ríkissjóði upp í hámarksfjárhæð þá, sem hér er stungið upp á, en innflutningur vélanna kallar eftir.