19.12.1949
Sameinað þing: 11. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í D-deild Alþingistíðinda. (3574)

2. mál, heimilistæki

Kristín Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. n. afgreiðslu hennar á þessu máli, og eins og það liggur nú fyrir, get ég sætt mig við niðurstöður hennar og verið henni sammála um það, að bezta lausnin sé sú, að verksmiðjurnar fái nóg efni til að vinna úr innanlands. Hins vegar hafði ég fengið þær upplýsingar, að verksmiðjan, sem hér ræðir einkum um, gæti tæplega fullnægt eftirspurninni, nema hún væri stækkuð, t. d. eftir þvottavélum. — En séu horfur á því, get ég sætt mig við þessa lausn á málinu.